Nancy Reagan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nancy Reagan
Nancy Reagan árið 1983.
Forsetafrú Bandaríkjanna
Í embætti
20. janúar 1981 – 20. janúar 1989
ForsetiRonald Reagan
ForveriRosalynn Carter
EftirmaðurBarbara Bush
Persónulegar upplýsingar
Fædd6. júlí 1921
New York-borg, New York, Bandaríkjunum
Látin6. mars 2016 (94 ára) Los Angeles, Kaliforníu, Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn
MakiRonald Reagan ​(g. 1952; d. 2004)
Börn2
HáskóliSmith-háskóli
Undirskrift

Nancy Reagan (6. júlí 1921 – 6. mars 2016), fædd undir nafninu Anne Frances Robbins, var bandarísk athafnakona, leikkona og stjórnmálakona. Sem eiginkona Ronalds Reagan, 40. forseta Bandaríkjanna, var hún forsetafrú Bandaríkjanna frá 1981 til 1989.

Líkt og eiginmaður sinn var Nancy Reagan leikari og lék í tólf kvikmyndum undir nafninu Nancy Davis.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Anne Frances Robbins, kölluð Nancy, var einkadóttir Kenneths Seymour Robbins (1894-1972) og leikkonunnar Edith Luckett (1888-1987). Þegar Nancy var átta ára gömul giftist móðir hennar í annað sinn, taugaskurðlækninum Loyal Davis (1896-1982), sem ættleiddi Nancy sex árum síðar. Nancy tók upp ættarnafn hans og var þaðan af kölluð Nancy Davis.

Árið 1951, á meðan Nancy var vinnandi sem leikkona, kynntist hún Ronald Reagan, sem var þá forseti stéttarfélags bandarískra kvikmyndaleikara, Screen Actors Guild. Þau giftust næsta ár við einfalda athöfn í lítilli kirkju í San Fernando-dalnum í Los Angeles. Hún sagði síðar: „Líf mitt hófst fyrir alvöru þegar ég giftist manninum mínum.“ Þau eignuðust dótturina Patriciu Ann Reagan þann 21. október 1952, sem síðar varð vinsæll rithöfundur undir nafninu Patti Davis, og soninn Ronald Prescott Reagan þann 20. maí 1958. Nancy varð jafnframt stjúpmóðir Maureen og Michaels, barna Ronalds Reagan úr fyrra hjónabandi hans með leikkonunni Jane Wyman.[1][2][3]

Nancy Reagan ásamt eiginmanni sínum, Ronald Reagan, og Móður Teresu árið 1985.

Nancy og Ronald voru talin mjög náin hjón og Nancy gaf eiginmanni sínum stundum ráð við tilnefningar á ráðgjöfum. Hún hvatti hann einnig til að beita sér fyrir þíðu í samskiptum austurs og vesturs og sagði: „Heimurinn er of lítill til þess að stórveldin tvö eigi í slæmu sambandi.“ Í september árið 1984, þegar sovéski utanríkisráðherrann Andrej Gromyko hlaut áheyrn hjá Bandaríkjaforseta í Sporöskjuskrifstofunni, hvatti hún Gromyko til þess að ræða við sig í Rauða salnum í Hvíta húsinu á hverju kvöldi. Hann á að hafa sagt við hana: „Hvíslaðu friður í eyra manns þíns á hverju kvöldi.“ Hún á að hafa svarað: „Ég hvísla það líka í þitt eyra.“ Hún átti einnig hlut að máli þegar Ronald Reagan fundaði með sovéska leiðtoganum Míkhaíl Gorbatsjov í Genf í nóvember 1985, þar sem kynni leiðtoganna gerði ríkjunum tveimur kleift að semja um afkjarnavopnum á fjórum leiðtogafundum.[4].

Eftir seinna kjörtímabil eiginmanns síns birti Nancy Reagan æviminningar sínar undir titlinum Ég á leikinn (e. My Turn).[5]

Á síðustu æviárum sínum bjó Nancy Reagan í Ben Air í Los Angeles. Hún bjó þar með eiginmanni sínum þar til hann lést árið 2004 úr Alzheimer-sjúkdómi.[6] Árið 2005 var hún lögð inn á spítala í stuttan tíma þegar hún rann og datt í hótelherbergi sínu í London, þar sem hún var komin til að heimsækja Margaret Thatcher og Karl Bretaprins.

Þann 2. janúar 2007 aðstoðaði Nancy Reagan við skipulagningu útfarar Geralds Ford, sem hafði verið viðstaddur útför eiginmanns hennar þremur árum fyrr. Þann 3. maí sama ár var hún viðstödd ásamt Arnold Schwarzenegger, fylkisstjóra Kaliforníu, á fundi ásamt frambjóðendum í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 2008.

Nancy Reagan lést árið 2016, þá 94 ára gömul.[7] Hún var þriðja langlífasta forsetafrú í sögu Bandaríkjanna, á eftir Bess Truman (látin 97 ára að aldri) og Rosalynn Carter (látin 96 ára). Útför hennar fór fram þann 11. mars 2016 við forsetabókasafn Ronalds Reagan í Simi Valley í Kaliforníu í viðurvist fjölda fólks úr kvikmyndaiðnaðinum, sjónvarpi og stjórnmálum. Hún var grafin við hlið eiginmanns síns á lóð bókasafnsins.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. scholastic.com.
  2. firstladies.org Geymt 9 maí 2012 í Wayback Machine.
  3. Foxnews.com.
  4. Nicole Bacharan og Dominique Simonnet, í viðtali við Jean-Christophe Buisson, « Grandeur et servitude des First Ladies », Le Figaro Magazine, 30. september 2016, bls. 74-78.
  5. Ívar Guðmundsson (26. október 1989). „Nancy Reagan leysir frá skjóðunni“. Morgunblaðið. bls. 36.
  6. news.bbc.co.uk
  7. Sunna Kristín Hilmarsdóttir (6. mars 2016). „Nancy Reagan látin“. Vísir. Sótt 24. ágúst 2023.