Sumarólympíuleikarnir 2016

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Sumarólympíuleikarnir 2016 eru alþjóðleg íþróttahátíð sem áætlað er að halda dagana 5. til 21. ágúst 2016. Leikarnir verða haldnir í Rio de Janeiro í Brasilíu.

Kosning borgarinnar[breyta | breyta frumkóða]

Fjögur lönd voru valin fýsilegust úr hópi umsækjenda: Brasilía, Spánn, Japan og Bandaríkin. Úrslitin voru gerð kunn í Kaupmannahöfn í Danmörku þann 2. október 2009. Niðurstaðan var sú að leikarnir skyldu haldnir í Brasilíu.

Í töflunni hér að neðan má sjá úrslit kosninganna.

Sumarólympíuleikarnir 2016
Borg Land Umferð eitt Umferð tvö Umferð þrjú
Rio de Janeiro Fáni Brasilíu Brasilía 26 46 66
Madrid Fáni Spánar Spánn 28 29 32
Tókýó Fáni Japan Japan 22 20
Chicago Fáni Bandaríkjana Bandaríkin 18