Sumarólympíuleikarnir 2016

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Maracanã-völlur

Sumarólympíuleikarnir 2016 eru alþjóðleg íþróttahátíð sem áætlað er að halda dagana 5. til 21. ágúst 2016. Leikarnir verða haldnir í Rio de Janeiro í Brasilíu. Metfjöldi þátttökulanda og vinninga verður í leikunum. Yfir 10.500 íþróttamenn frá 206 landsólympíunefndum taka þátt, þar á meðal eru keppendur frá Suður-Súdan og Kosóvó sem taka þátt í fyrsta skipti. Keppt verður um 306 verðlaun í 28 ólympíugreinum. Tvær nýjar ólympíugreinar verða með á leikunum: ruðningssjöa og golf, sem alþjóðaólympíunefndin samþykkti árið 2009. Keppt verður á 33 leikvöngum í Ríó og fimm knattspyrnuleikvangar að auki í borgunum São Paulo, Belo Horizonte, Salvador da Bahia, Brasília og Manaus. Þetta verða fyrstu ólympíuleikarnir eftir að Thomas Bach tók við formennsku í alþjóðaólympíunefndinni.

Kosning borgarinnar[breyta | breyta frumkóða]

Blað með undirskriftum til stuðnings kjörs Ríó.

Fjögur lönd voru valin fýsilegust úr hópi umsækjenda: Brasilía, Spánn, Japan og Bandaríkin. Úrslitin voru gerð kunn í Kaupmannahöfn í Danmörku þann 2. október 2009. Niðurstaðan var sú að leikarnir skyldu haldnir í Brasilíu.

Í töflunni hér að neðan má sjá úrslit kosninganna.

Sumarólympíuleikarnir 2016
Borg Land Umferð eitt Umferð tvö Umferð þrjú
Rio de Janeiro Fáni Brasilíu Brasilía 26 46 66
Madrid Fáni Spánar Spánn 28 29 32
Tókýó Fáni Japan Japan 22 20
Chicago Fáni Bandaríkjana Bandaríkin 18

Þróun og undirbúningur[breyta | breyta frumkóða]

Kort sem sýnir staðsetningu leikvanga í Ríó de Janeiro.

Flestir viðburðirnir verða í hverfinu Barra da Tijuca og þar verður ólympíuþorpið staðsett. Aðrir leikvangar í borginni eru við ströndina Copacabana (t.d. strandblak, siglingar og kappróður), í hverfinu Maracanã (t.d. bogfimi, maraþon og blak) og íþróttaklúbb hersins Deodoro Military Club (t.d. skotfimi, BMX- og fjallahjólreiðar). Ellefu nýir leikvangar verða opnaðir fyrir ólympíuleikana, flestir í Barra da Tijuca, auk sjö leikvanga sem teknir verða niður eftir leikana. Stærsti leikvangurinn sem mun hýsa opnunar- og lokahátíðir leikanna er Maracanã-völlur sem var reistur fyrir Heimsbikarmót FIFA árið 1950.

Knattspyrnuleikvangar[breyta | breyta frumkóða]

Keppt verður á sjö knattspyrnuleikvöngum í sex borgum Brasilíu. Fjórir af þeim voru reistir fyrir Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2014.

Viðburðir[breyta | breyta frumkóða]

Ágúst 3
Mið
4
Fim
5
Fös
6
Lau
7
Sun
8
Mán
9
Þri
10
Mið
11
Fim
12
Fös
13
Lau
14
Sun
15
Mán
16
Þri
17
Mið
18
Fim
19
Fös
20
Lau
21
Sun
Úrslit
Opnunar-/lokahátíð OH LH
Bogfimi 1 1 1 1 4
Frjálsar íþróttir 3 5 4 5 5 4 6 7 7 1 47
Badminton 1 1 2 1 5
Körfuknattleikur 1 1 2
Hnefaleikar 1 1 1 1 1 1 3 4 13
Kanóróður Svig 1 1 2 16
Sprettur 4 4 4
Hjólreiðar Götuhjólreiðar 1 1 2 18
Brautarkeppni 1 2 2 1 1 3
BMX 2
Fjallahjól 1 1
Dýfingar 1 1 1 1 1 1 1 1 8
Hestamennska 2 1 1 1 1 6
Skylmingar 1 1 1 1 2 1 1 1 1 10
Hokkí 1 1 2
Knattspyrna 1 1 2
Golf 1 1 2
Fimleikar Listrænir- 1 1 1 1 4 3 3 EG 18
Dans- 1 1
Trampólín- 1 1
Handbolti 1 1 2
Júdó 2 2 2 2 2 2 2 14
Nútímafimmtarþraut 1 1 2
Kappróður 2 4 4 4 14
Ruðningur 1 1 2
Siglingar 2 2 2 2 2 10
Skotfimi 2 2 2 1 2 1 2 2 1 15
Sund 4 4 4 4 4 4 4 4 1 1 34
Listsund 1 1 2
Borðtennis 1 1 1 1 4
Tækvondó 2 2 2 2 8
Tennis 1 1 3 5
Þríþraut 1 1 2
Blak Strandblak 1 1 4
Innanhúss- 1 1
Sundknattleikur 1 1 2
Lyftingar 1 2 2 2 2 2 1 1 1 1 15
Glíma 2 2 2 3 3 2 2 2 18
Úrslit alls 12 14 14 15 20 19 24 21 22 17 25 16 23 22 30 12 306
Samtala 12 26 40 55 75 94 118 139 161 178 203 219 242 264 294 306
Ágúst 3
Mið
4
Fim
5
Fös
6
Lau
7
Sun
8
Mán
9
Þri
10
Mið
11
Fim
12
Fös
13
Lau
14
Sun
15
Mán
16
Þri
17
Mið
18
Fim
19
Fös
20
Lau
21
Sun
Úrslit