Fara í innihald

Kirkjusundrungin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Annað samkirkjuþingið í Konstantínópel árið 381. Viðbætur þess við Níkeujátninguna voru ein af orsökum klofningsins 1054.

Kirkjusundrungin var klofningur sem átti sér stað árið 1054 innan kirkjunnar. Við klofninginn urðu til rómversk-kaþólska kirkjan undir páfanum í Róm, og rétttrúnaðarkirkjan undir patríarkanum í Konstantínópel. Sundrungin var niðurstaða aldalangra deilna milli biskupanna í Róm og Konstantínópel um lögsögu þeirra, þar sem biskup Rómar (páfinn) hélt því fram að biskupinn í Konstantínópel væri undirmaður hans, og líka (en í mun minna mæli) deilna um guðfræðileg efni, svo sem Filioque-setninguna í Níkeujátningunni.

Kirkjurnar tvær skiptust málfræðilega, guðfræðilega, pólitískt og landfræðilega og sundrungin varð varanleg. Tilraunir voru gerðar til að sameina kirkjurnar aftur 1274 (Annað kirkjuþingið í Lyon) og 1439 (Kirkjuþingið í Basel) en í bæði skiptin hafnaði rétttrúnaðarkirkjan sameiningunni.