Leicester City F.C.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Leicester City)
Leicester City Football Club
PrWalkers 5.jpg
Fullt nafn Leicester City Football Club
Gælunafn/nöfn The Foxes
Stofnað 1884
Leikvöllur King Power Stadium
Stærð 32.315
Stjórnarformaður Aiyawatt Srivaddhanaprabha
Knattspyrnustjóri Brendan Rodgers
Deild Enska úrvalsdeildin
2020-21 8. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Leicester City er enskt knattspyrnufélag frá borginni Leicester í mið-Englandi og spilar í ensku úrvalsdeildinni. Heimavöllur liðsins er á King Power Stadium sem tekur rúmlega 32.000 í sæti.

Liðið var stofnað árið 1884 sem Leicester Fosse F.C. en það var nefnt eftir veginum Fosse road sem var nálægt þáverandi velli. Árið 1891 var völlurinn færður á Filbert street þar sem spilað var í 111 ár. Nafnið Leicester City leit dagsins ljós árið 1919. Árið 2002 færði liðið sig á Walkers stadium, nú King Power stadium eftir eigendaskipti.

Leicester city kom öllum að óvörum og sigraði ensku úrvalsdeildina tímabilið 2015–16. Liðinu hafði verið spáð falli af ýmsum. Besti árangur liðsins fyrir það var annað sæti tímabilið 1928-1929. Liðið hefur öll sín ár verið í tveimur efstu deildum fyrir utan eitt tímabil. Ennfremur hefur það sigrað League Cup þrisvar; 1964, 1997 og árið 2000. Liðið sigraði FA-bikarinn í fyrsta skipti árið 2021.

Þekktir leikmenn liðsins eru Jamie Vardy, Riyad Mahrez og Kasper Schmeichel. Markahrókurinn Gary Lineker lék með liðinu árin 1978-1985.

Gælunafn liðsins er Refirnir (the Foxes).

Leikmannahópur[breyta | breyta frumkóða]

16. október 2020 [1]

Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang.

Nú. Staða Leikmaður
1 Fáni Danmerkur GK Kasper Schmeichel
2 Fáni Englands DF James Justin
3 Fáni Frakklands DF Wesley Fofana
4 Fáni Tyrklands DF Çağlar Söyüncü
5 Fáni Jamaíka DF Wes Morgan (fyrirliði)
6 Fáni Norður-Írlands DF Jonny Evans
7 Fáni Englands MF Demarai Gray
8 Fáni Belgíu MF Youri Tielemans
9 Fáni Englands FW Jamie Vardy
10 Fáni Englands MF James Maddison
11 Fáni Englands MF Marc Albrighton
12 Fáni Wales GK Danny Ward
13 Fáni Alsír FW Islam Slimani
14 Fáni Nígeríu FW Kelechi Iheanacho
Nú. Staða Leikmaður
15 Fáni Englands MF Harvey Barnes
17 Fáni Spánar FW Ayoze Pérez
18 Fáni Gana DF Daniel Amartey
19 Fáni Tyrklands FW Cengiz Ünder (láni frá Roma)
20 Fáni Englands MF Hamza Choudhury
21 Fáni Portúgals DF Ricardo Pereira
24 Fáni Frakklands MF Nampalys Mendy
25 Fáni Nígeríu MF Wilfred Ndidi
26 Fáni Belgíu MF Dennis Praet
27 Fáni Belgíu DF Timothy Castagne
28 Fáni Austurríkis DF Christian Fuchs
33 Fáni Englands DF Luke Thomas
35 Fáni Sviss GK Eldin Jakupović

Titlar[breyta | breyta frumkóða]

Titill Fjöldi Ár
Enska úrvalsdeildin 1 2015-16.
Enski bikarinn 1 2020-21.
Samfélagsskjöldurinn 1 1971.
Enski deildabikarinn 3 1964, 1997 og 2000.
Titlar samtals 6
  • Meistarar í Championship: 1924–25, 1936–37, 1953–54, 1956–57, 1970–71, 1979–80, 2013–14.
  • Meistarar í League One: 2008–09.
  • FA Bikarmeistarar: 2020-21.
  • Úrslit í deildarbikarnum: 1964–65, 1998–99
  • Úrslit í Samfélagsskildinum: 2016.

Knatsspyrnustjórar[breyta | breyta frumkóða]

Stjóri Tímabil Stjóri Tímabil Stjóri Tímabil
Frank Gardner (1884-1892) Normann Bullock (1949-1955) Craig Levein (2004–2006)
Ernest Marson (1892–1894) David Halliday (1955–1958) Rob Kelly (2006–2007)
J. Lee (1894–1895) Matt Gillies (1958–1968) Nigel Worthington (2007)
Henry Jackson (1895–1897) Frank O'Farrell (1968–1971) Martin Allen (2007)
William Clark (1897–1898) Jimmy Bloomfield (1971–1977) Gary Megson (2007)
George Johnson (1898–1912) Frank McLintock (1977–1978) Frank Burrows og Gerry Taggart (2007)
Jack Bartlett (1912–1914) Jock Wallace (1978–1982) Ian Holloway (2007–2008)
Louis Ford (1914–1915) Gordon Milne (1982–1986) Nigel Pearson (2008–2010)
Harry Linney (1915–1919) Bryan Hamilton (1986–1987) Paulo Sousa (2010)
Peter Hodge (1919–1926) David Pleat (1987–1991) Sven Göran Eriksson (2010–2011)
Willie Orr (1926–1932) Gordon Lee (1991) Nigel Pearson (2011–2015)
Peter Hodge (1932–1934) Brian Little (1991–1994) Claudio Ranieri (2015–2017)
Arthur Lochhead (1934–1936) Mark McGhee (1994–1995) Craig Shakespeare (2017)
Frank Womack (1936–1939) Martin O'Neill (1995–2000) Claude Puel (2017–2019)
Tom Bromilow (1939–1945) Peter J. Taylor (2000–2001) Brendan Rodgers (2019–)
Tom Mather (1945–1946) Dave Bassett (2001–2002)
John Duncan (1946–1949) Micky Adams (2002–2004)


Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  1. „First Team“. Leicester City F.C. Afrit from the original on 9. juli 2017. Sótt 5. oktober 2020.