Fara í innihald

Marcelo Rebelo de Sousa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Marcelo Rebelo de Sousa
Rebelo de Sousa árið 2018
Forseti Portúgals
Núverandi
Tók við embætti
19. mars 2016
ForsætisráðherraAntónio Costa
Luís Montenegro
ForveriAníbal Cavaco Silva
Persónulegar upplýsingar
Fæddur12. desember 1948 (1948-12-12) (75 ára)
Lissabon, Portúgal
ÞjóðerniPortúgalskur
StjórnmálaflokkurJafnaðarmannaflokkurinn
MakiAna Cristina Motta Veiga ​(g. 1972; sk. 1980)
Börn2
HáskóliHáskólinn í Lissabon
Undirskrift

Marcelo Nuno Duarte Rebelo de Sousa (f. 12. desember 1946) er portúgalskur lögfræðingur, stjórnmálamaður, fræðimaður og núverandi forseti Portúgals. Hann er 20. forseti landsins og hefur gegnt embættinu frá árinu 2016. Rebelo de Sousa hefur lengst af verið meðlimur í portúgalska Jafnaðarmannaflokknum (sem er hægriflokkur þrátt fyrir nafnið) og var leiðtogi flokksins frá 1996 til 1999, en hann sagði sig tímabundið úr flokknum eftir að hann varð forseti.[1] Fyrir forsetatíð sína var Rebelo de Sousa jafnframt þjóðkunnur í Portúgal sem stjórnmálaskýrandi sem birtist í eigin sjónvarpsþáttum.[2]

Rebelo de Sousa var endurkjörinn í forsetakosningum árið 2021. Hann hafði notið mikilla vinsælda í embættinu, svo mjög að portúgalski Sósíalistaflokkurinn, sem situr við stjórn landsins, hafði ekki fyrir því að kosta mótframboð gegn honum. Rebelo de Sousa náði hreinum meirihluta atkvæða svo ekki þurfti að kalla til annarrar kosningaumferðar.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Marcelo Rebelo de Sousa suspendeu a militância no PSD“. Observador. 1. apríl 2016. Sótt 8. febrúar 2021.
  2. Atli Ísleifsson (24. janúar 2016). „Rebelo De Sousa er nýr forseti Portúgals“. Vísir. Sótt 8. febrúar 2021.
  3. Ævar Örn Jósepsson (24. janúar 2021). „de Sousa endurkjörinn með miklum meirihluta atkvæða“. RÚV. Sótt 8. febrúar 2021.


Fyrirrennari:
Aníbal Cavaco Silva
Forseti Portúgals
(19. mars 2016 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.