Guido Westerwelle

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Guido Westerwelle
Guido Westerwelle árið 2010.
Utanríkisráðherra Þýskalands
Í embætti
28. október 2009 – 17. desember 2013
KanslariAngela Merkel
ForveriFrank-Walter Steinmeier
EftirmaðurFrank-Walter Steinmeier
Varakanslari Þýskalands
Í embætti
28. október 2009 – 16. maí 2011
KanslariAngela Merkel
ForveriFrank-Walter Steinmeier
EftirmaðurPhilipp Rösler
Persónulegar upplýsingar
Fæddur27. desember 1961
Bad Honnef, Norðurrín-Vestfalíu, Vestur-Þýskalandi
Látinn18. mars 2016 (54 ára) Köln, Þýskalandi
DánarorsökHvítblæði
StjórnmálaflokkurFrjálsi demókrataflokkurinn
MakiMichael Mronz (2003–2016)
HáskóliHáskólinn í Bonn
Háskólinn í Hagen
StarfStjórnmálamaður

Guido Westerwelle (27. desember 1961 í Bad Honnef, Nordrhein-Westfalen, Þýskalandi - 18. mars 2016 í Köln, Nordrhein-Westfalen, Þýskalandi) var þýskur stjórnmálamaður og fyrrum utanríkisráðherra Þýskalands.

Westerwelle var frá 1994 til 2001 aðalritari Freie Demokratische Partei (FDP), sem þykir frjálshyggjusinnaður stjórnmálaflokkur. Frá 2001 til 2011 gegndi hann formennsku innan flokksins. Þá var Westerwelle einnig þingflokksformaður FDP flokksins á þýska sambandsþinginu frá 2006 til 2009 og á sama tíma var hann leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Frá 28. október 2009 til 17. desember 2013 gegndi hann stöðu utanríkisráðherra í ríkisstjórn Angelu Merkel auk þess sem hann var varakanslari Þýskalands.

Westerwelle var lögfræðingur að mennt, en hann lauk doktorsprófi í lögum árið 1991. Hann var einnig þekktur sem fyrsti þýski stjórnmálamaðurinn á landsvettvangi, sem viðurkenndi samkynhneigð sína opinberlega.

Westerwelle lést árið 2016 úr hvítblæði, aðeins 54 ára gamall.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Guido Westerwelle látinn“. mbl.is. 18. mars 2016. Sótt 26. nóvember 2021.