Fara í innihald

Paul Elvstrøm

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Elvstrøm á Ólympíuleikunum í Róm 1960.

Paul Elvstrøm (25. febrúar 19287. desember 2016) var danskur siglingamaður. Hann vann gullverðlaun á fjórum Ólympíuleikum í röð árin 1948, 1952, 1956 og 1960. Hann varð einnig heimsmeistari í siglingum á átta mismunandi bátum, þar á meðal Snipe, Soling, Star, Flying Dutchman og Finn.

Hann keppti á átta ólympíuleikum og er einn af fjórum íþróttamönnum sem hefur unnið fjögur gullverðlaun í röð (hinir eru breski siglingamaðurinn Ben Ainslie og bandarísku frjálsíþróttamennirnir Carl Lewis í langstökki og Al Oerter í kringlukasti). Fyrstu verðlaunin fékk hann í Firefly-kænu en seinni þrjú í Finn. Síðustu tvö skiptin keppti hann á Tornado-tvíbytnu.

Hann var frumkvöðull í þeirri aðferð að setja allan líkamann útbyrðis og halda sér með táböndum og í notkun bómustrekkjara. Hann er einnig þekktur sem hönnuður bátabúnaðar. Hann fann til dæmis upp algenga tegund austurneglu sem er enn framleidd undir vörumerkinu Andersen. Hann stofnaði fyrirtækið Elvstrøm Sails árið 1954.

Hann var valinn „íþróttamaður aldarinnar í Danmörku“ árið 1996.