Koltvísýringur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Koltvísýringur (koldíoxíð, koltvíoxíð eða koltvíildi) er sameind samsett úr einni kolefnisfrumeind og tveimur súrefnisfrumeindum, efnaformúla þess er CO2. Í föstu formi kallast það þurrís (eða kolsýruís). Myndast við bruna í súrefnisríku lofti. Koltvísýrungur uppleystur í vatni myndar kolsýru.

Við bruna jarðefnaeldsneytis myndast koltvísýringur, sem fer út í andrúmsloftið. Er sú gróðurhúsalofttegund, sem talin er eiga mestan þátt í heimshlýnun.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


Varast ber að rugla koltvísýringi saman við eitruðu gastegundina kolsýrling (CO).

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]