Edda Heiðrún Backman

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Edda Heiðrún Backman (fædd 27. nóvember 1957, látin 1. október 2016) var íslensk leikkona, leikstjóri og verslunareigandi.

Hún útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1978 og sem leikari frá Leik­list­ar­skóla Íslands 1983. Hún starfaði sem leikari allt til 2004 þegar hún greindist með MND-sjúkdóminn. Eftir það sneri hún sér að leikstjórn og verslunarrekstri á meðan heilsan leyfði.

Síðustu árin var hreyfigeta hennar mjög skert en hún hóf þá að mála listaverk með því að halda pensli í munni.

Hún var baráttukona fyrir réttindum fatlaðra og umhverfisvernd og stofnaði Rödd náttúrunnar 2016.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Mbl.is - Edda Heiðrún látin“.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.