Fara í innihald

Fort McMurray

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fort McMurray úr lofti.
Í maí 2016 flýðu íbúar skógarelda sem ógnuðu borginni.

Fort McMurray er borg í sveitarfélaginu Wood Buffalo í norð-austur Alberta fylki í Kanada. Borgin liggur á mótum við Athabascafljótsins og Clearwaterfljótsins og er 435 kílómetra norðaustur af höfuðstaðnum Edmonton. Þar búa rúm 60.000 manns. Athabasca-olíusandarnir umkringja borgina sem hefur verið miðpunktur í olíuiðnaði í fylkinu.

Uppruna borgarinnar má rekja til Hudsonflóafélagsins sem stofnaði stöð þar fyrir verslun á dýraskinnum árið 1870. Á 4. áratug 20. aldar var farið að vinna olíu úr sandinum á svæðinu. Á 8. áratugnum stórjókst olíuframleiðslan og jafnframt íbúafjöldinn.

Borgin er umkringd barrskógi: Hvítgreni, nöturösp, balsamösp og næfurbjörk eru helstu tré á svæðinu. En einnig má finna mýralerki og svartgreni í mýrlendi.

Skógareldar árið 2016

[breyta | breyta frumkóða]

Miklir skógareldar brustu út í grennd við borgina í maí 2016. Um 10% húsa borgarinnar eyðilögðust og íbúar frá borginni og nærliggjandi svæðum flúðu aðallega til Edmonton og Calgary. [1]

Í byrjun júní hófu íbúar bæjarins að snúa aftur, tæpum mánuði eftir að þeir neyddust til að flýja eldana. [2] Talið er að eldarnir hafi verið af manna völdum. [3]

Fyrirmynd greinarinnar var „Fort McMurray“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. maí 2016.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ástandið í Fort McMurray skárra en óttast var Rúv. Skoðað 10. maí, 2016
  2. Fyrstu íbúar Fort McMurray snúa heim í dag Rúv. skoðað 2. júní, 2016.
  3. Eldarnir í Alberta af mannavöldum Rúv, skoðað 15. júní, 2016.