Fara í innihald

Ouagadougou

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Place des Nations Unies torgið í miðborg Ouagadougou.

Ouagadougou (borið fram u.þ.b. "úagadúgú") er höfuðborg Búrkína Fasó. Ouagadougou er stærsta borg landsins, með um milljón íbúa. Nafn borgarinnar er oft stytt í Ouaga. Borgin er staðsett nokkurn veginn í miðju landsins.

Borginni er skipt í 30 hluta. Helstu svæði innan borgarinnar eru Gounghin, Kamsaoghin, Koulouba, Moemmin, Niogsin, Paspanga, Peuloghin og Tiendpalogo.

Frá borginni er hægt að komast með lest til borgarinnar Kaya í norðurhluta landsins og Abidjan á Fílabeinsströndinni. Einnig liggur hraðbraut til Níamey í Níger.

Háskóli Ouagadougou var fyrsti háskóli landsins.

Hin árlega kvikmyndahátíð FESPACO African fer fram í borginni annað hvert ár. Einn af stærstu mörkuðum Vestur-Afríku, Ouagadougou Grand Market, er einnig í borginni.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.