Fara í innihald

Leonard Cohen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leonard Cohen
Cohen í Feneyjum árið 1988
Fæddur21. september 1934(1934-09-21)
Dáinn7. nóvember 2016 (82 ára)
Störf
 • Söngvari
 • lagahöfundur
 • tónlistarmaður
 • ljóðskáld
 • skáldsagnahöfundur
Ár virkur1954–2016
Börn2
Tónlistarferill
Stefnur
Hljóðfæri
 • Rödd
 • gítar
 • hljómborð
ÚtgefandiColumbia
Vefsíðaleonardcohen.com
Undirskrift
Leonard Cohen árið 2008
Leonard Cohen árið 2013 í Danmörku.

Leonard Norman Cohen (21. september 1934 – 7. nóvember 2016) var kanadískur söngvari, lagahöfundur og skáld. Í verkum sínum fór hann víða og fjallaði um jafnt trúarbrögð, stjórnmál, einangrun, kynvitund og persónuleg samskipti sem dæmi. Fyrir störf sín var hann bæði tekinn inn í bandarísku Rock and Roll Hall of Fame og kanadísku Canadian Songwriters Hall of Fame. Cohen hlaut einnig æðstu gráðu sem borgari getur hlotið í Kanada (e. Companion of the Order of Canada) og árið 2011 hlaut hann Prince of Asturias Award fyrir ritstörf.

Meðal vinsælustu platna hans var I'm Your Man og meðal vinsælustu laga Hallelujah sem margir listamenn hafa gert ábreiður af. Cohen gaf alls út fimmtán breiðskífur.

Síðustu fjögur ár lífs síns gaf hann út þrjár plötur; Old Ideas (2012), Popular Problems (2014) og You Want It Darker (2016) sem kom út 17 dögum fyrir andlát hans. Ein plata af afgangslögum kom svo út árið 2019.

Cohen kom fram á Listahátíð í Reykjavík árið 1988. [1]

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Cohen fæddist inn í gyðingafjölskyldu í enskumælandi hverfi Montrealborgar. Hann lauk bókmenntafræðigráðu við McGill háskóla í Montreal. Árið 1960 bjó hann á grísku eyjunni Hydra og kynntist þar norsku konunni Marianne Ihlen ( sem lagið So Long, Marianne er m.a. byggt á). Hann bjó með henni og syni hennar í nær áratug. Marianne dó í júlí árið 2016. Á 8. áratugnum átti Cohen í sambandi við listakonuna Suzanne Elrod og eignaðist soninn Adam og dótturina Lorca með henni. Cohen og Elrod skildu árið 1979. Lag hans Suzanne er þó ekki um hana. Cohen hefur ástundað gyðingdóm en einnig iðkað zenbúddhatrú. Á meðan hann var í búddistaklaustri stal umboðsmaðurinn hans Kelley Lynch sem starfað hafði lengi fyrir hann miklu fé frá honum.

Cohen lést 82 að aldri á heimili sínu í Los Angeles eftir baráttu við krabbamein.

Verk[breyta | breyta frumkóða]

Stúdíó hljómplötur[breyta | breyta frumkóða]

Titill Útgáfudagur
Songs of Leonard Cohen 27. desember 1967
Songs from a Room apríl 1969
Songs of Love and Hate mars 1971
New Skin for the Old Ceremony ágúst 1974
Death of a Ladies' Man nóvember 1977
Recent Songs september 1979
Various Positions desember 1984
I'm Your Man febrúar 1988
The Future 24. nóvember 1992
Ten New Songs 9. október 2001
Dear Heather 26. október 2004
Old Ideas 31. janúar 2012
Popular Problems 22. september 2014
You Want it Darker október 2016
Thanks for the Dance 2019

Hljómplötur tileinkaðar honum[breyta | breyta frumkóða]

Titill Útgáfuár
Famous Blue Raincoat 1987
I'm Your Fan 1991
Tower of Song 1995
Famous Blue Cheese 2005
Leonard Cohen: I'm Your Man 2006
Cohen Covered 2008
Cohen – The Scandinavian Report 2009

Ljóð[breyta | breyta frumkóða]

 • Let Us Compare Mythologies. 1956.
 • The Spice-Box of Earth. 1961.
 • Flowers for Hitler. 1964
 • Parasites of Heaven. 1966.
 • Selected Poems 1956–1968. 1968.
 • The Energy of Slaves. 1973.
 • Death of a Lady's Man. 1979.
 • Book of Mercy. 1984.
 • Stranger Music: Selected Poems and Songs. 1993.
 • Book of Longing. 2006.
 • The Lyrics of Leonard Cohen. 2009.
 • Poems and Songs. 2011.
 • Fifteen Poems. 2012.

Skáldsögur[breyta | breyta frumkóða]

 • The Favorite Game. 1963.
 • Beautiful Losers. 1966.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]