Fara í innihald

Spilling

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af ríkjum heims eftir spillingarvísitölu samtakanna Transparency International árið 2018.
Samningur Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu

Spilling er misnotkun á valdi eða stöðu þar sem einstakir aðilar eða hópur þeirra nýtir sér aðstöðu sína á óeðlilegan hátt til að hafa áhrif á stöðu mála, oftast til þess að hagnast persónulega. Misnotkun valds í þeim tilgangi að kúga pólitíska andstæðinga er almennt ekki kallað spilling, né heldur ólöglegar athafnir einkafyrirtækja og einstaklinga nema þar sem þær tengjast hinu opinbera með beinum hætti.

Spilling er til í öllum stjórnkerfum. Algeng dæmi um spillingu eru mútur, fjárkúgun, frændhygli og fjárdráttur.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Spilling í stjórnmálum á Íslandi

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.