Fara í innihald

Carrie Fisher

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Carrie Fisher árið 2013.

Carrie Frances Fisher (fædd 21. október árið 1956 í Beverly Hills, Kaliforníu – látin 27. desember, 2016) var bandarísk leikkona. Hún var dóttir söngvarans Eddie Fisher og söngkonunnar Debbie Reynolds. Fisher var þekktust á ferli sínum fyrir hlutverk sitt sem Lea prinsessa í Star Wars-kvikmyndunum.

Fisher átti í sambandi við tónlistarmanninn Paul Simon frá 1977 til 1983. Einnig átti hún í stuttum samböndum við leikarana Harrison Ford og Dan Akroyd. Fisher eignaðist dóttur fædda árið 1992 með umboðsmanninum Bryan Lourd. Fisher átti í vinasambandi við breska söngvarann James Blunt.

Fisher glímdi við geðhvarfasýki og fíkn lengi. Hún hafði gefið út sjálfsævisögulega bók, Wishful Drinking, árið 2008 og sjálfsævisöguna, The Princess Diarist árið 2016. Fisher lauk tökum á hlutverki sínu í Star Wars: Episode VIII fyrir andlát sitt.

Carrie Fisher lést sextug að aldri árið 2016 nokkrum dögum eftir að hafa fengið hjartaáfall í flugvél.