Paolo Gentiloni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Paolo Gentiloni, 2017.

Paolo Gentiloni Silveri (fæddur í Róm, 22. nóvember 1954) er ítalskur stjórnmálamaður og núverandi forsætisráðherra Ítalíu. Áður hefur Gentiloni verið almennur þingmaður og ráðherra fjarskiptamála og utanríkisráðherra. Gentiloni kemur úr sósíaldemókrataflokkinum en er ekki formaður hans. Núverandi ríkisstjórn mynda sósíaldemókratar ásamt smáflokk, vinstriklofningi úr Forza Italia, flokki Silvio Berlusconi. Áður en hann tók sæti á þingi starfaði Gentiloni sem blaðamaður. Hann hefur háskólapróf í stjórnmálafræði.