Pennínafjöll
Útlit
Pennínafjöll | |
---|---|
Hæð | 893 metri |
Land | Bretland |
Sveitarfélag | England |
Hnit | 54°42′10″N 2°29′12″V / 54.7028°N 2.4867°V |
breyta upplýsingum |
Pennínafjöll (enska Pennines) er lágur fjallgarður í Norður-Englandi og Suður-Skotlandi. Hann aðskilur Norðvestur-England frá Yorkshire-sýslu og norðaustrinu.
Fjallgarðurinn er oft talinn að vera „hryggur Englands“ og er á samfelldu svæði frá Peak District í Derbyshire-sýslu, í gegnum Yorkshire-dali, umhverfis Norður- og Vestur-Manchester, West Pennine Moors og Cumbrian Fells til Cheviot Hills við landamæri Skotlands og Englands.
Fjallshryggurinn er talinn vera eitt af fegurstu svæðum á Bretlandi. Sumir hlutar hans eru í þjóðgörðum en enginn þjóðgarður nær yfir hann allan. Norðurhluti þeirra telst sem svæði sérstakrar náttúrufegurðar. Hæsti tindur svæðisins er Cross Fell í austur Cumbria og nær hann 893 m hæð yfir sjávarmáli.