Beda prestur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Málverk af Beda presti að þýða Jóhannesarguðspjall eftir J. D. Penrose.
De natura rerum, 1529

Beda prestur (fæddur um 672, dáinn 26. maí 735), einnig þekktur sem heilagur Beda eða Beda hinn æruverðugi var engilsaxneskur klerkur og fræðimaður við klaustriðJarrow í Norðymbralandi. Hann var víðfrægur fræðimaður á sinni tíð og raunar langt fram eftir miðöldum. Hann er stundum nefndur faðir enskrar sagnfræði. Meðal þekktra rita hans eru Kirkjusaga Englendinga (Historia ecclesiastica gentis Anglorum) og aldarfarsbók hans (Chronica maiora).

Í Landnámabók er frásögn af eylandinu Týli höfð eftir aldarfarsbók Beda og tekin til vitnis um að Ísland hafi verið þekkt fyrir landnám, en Ari fróði virðist hafa haldið Beda í miklum metum.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Arnaldur Indriðason (1996) Um söguritun Beda prests. Lesbók Morgunblaðsins 22. júní 1996, bls. 7.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]