Mersía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Konungsríki í Bretlandi um árið 800.

Mersía (enska: Mercia, fornenska: Mierce eða Myrce) var engilsaxnekst konungsríki og eitt ríkjanna sjö í Sjökonungaríkinu. Það var á svæðinu sem umkringir ána Trent; þetta svæði er þekkt sem Miðhéruð Englands (e. Midlands) í dag. Orðið „Mersía“ er dregið frá latneska heitinu "Mercia", sem er latnesk umritun enska orðsins, sem þýðir „fólkið sem býr við landamærið“ (af sömu rót og ísl. orðið "mörk"). Mersía átti landamæri við Norðymbraland, Powys, konungsríkin í Suður-Wales, Wessex, Sussex, Essex og Austur-Anglíu. Stundum er nafnið „Mersía“ notað í dag í nöfnum samtaka og annarra stofnana.

Fyrsti konungur Mersíu sem þekkt er um var Creoda, sem var talinn vera sonarsonarsonur Icels. Hann kom til ríkis um árið 584 og byggði vígi í Tamworth, sem varð hásæti Mersíu. Sonur hans Pybba tók við af honum árið 593. Cearl, ættingi Creoda, tók við af Pybba árið 606. Árið 615 giftist dóttir Cearls, Cwenburga, Edwin konungi Deira. Næsti konungur Mersíu var Penda, sem var á hásæti frá 626 eða 633 til 655. Sumt af því sem er þekkt um Penda kemur frá frásögn Beda prests, sem var illa við Penda vegna þess að hann var konungur ríkis sem keppti við Norðymbraland, og að hann var heiðinn. Samt sem áður viðurkenndi Beda prestur að Penda leyfti kristnum trúboðum frá Lindisfarne inn í Mersíu og bannaði þeim ekki að predika.

Sonur Penda, Peada, kom á eftir Penda en var drepinn árið 656. Wulfhere stjórnaði Mersíu sem sjálfstætt konungsríki til dauðadags árið 675. Næsti konungurinn var Æthelred, sem sigraði Norðymbraland á orrustunni við Trent árið 679. Sonur Wulfhere, Cœnred, kom á eftir Æthelred. Árið 709 tók Ceolred við af Cœnred og svo enduðu ríkisár ættingja Penda. Næsti konungur af Mersíu var Æthelbald (716–757). Við dauða Æthelbald árið 757 hófst borgarastríð í Mersíu. Loksins kom Offa til ríkis, einn mikilvægasti konungur af Mersíu.

Árið 2009 var fjársjóður af Staffordshire uppgötvaður í Lichfield, sem var trúmiðstöð Mersíu. Smíðisgripirnir eru taldir vera frá 600–800 e.Kr. Er ekki þekkt hvort fjársjóðurinn sé kristinn eða heiðinn.

  Þessi Englandsgrein sem tengist landafræði og sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.