Norður-Evrópa
Norður-Evrópa er hugtak yfir svæði sem ekki er greinilega afmarkað landfræðilega. Norðurhluti Evrópu getur verið allt svæðið norðan Alpafjalla eða Norðurlönd ásamt Eystrasaltslöndunum og Bretlandseyjum. Grænland er stundum talið til Norður-Evrópu af því það er eitt Norðurlandanna, þótt það sé landfræðilega hluti Norður-Ameríku.
Samkvæmt seinni skilgreiningunni tilheyra 10 ríki Norður-Evrópu.
Við þau bætast heimastjórnarsvæðin og hjálendurnar:
Þessi skilgreining er notuð af Tölfræðideild Sameinuðu þjóðanna.[1] Ýmsir aðrir aðilar, svo sem EuroVOC og CIA World Factbook, skilgreina Bretlandseyjar sem hluta Vestur-Evrópu fremur en Norður-Evrópu.[2] CIA World Factbook skilgreinir auk þess Eystrasaltslöndin sem hluta Austur-Evrópu.[3] Samkvæmt þeirri skilgreiningu eru löndin í Norður-Evrópu aðeins fimm:
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „UNSD — Methodology“. unstats.un.org. Afrit af uppruna á 30. ágúst 2017. Sótt 17. júní 2019.
- ↑ Publications Office of the European Union. „EU Vocabularies 7206 Europe“. EuroVoc. Afrit af uppruna á 24. apríl 2019. Sótt 24. apríl 2019.
- ↑ CIA. „The World Factbook“. Afrit af uppruna á 4. janúar 2021. Sótt 26. janúar 2021.