Fara í innihald

Saga Englands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Um ritið eftir David Hume, sjá Saga Englands (Hume).
Stonehenge

Saga Englands hefst með komu manna fyrir nokkrum þúsundum ára síðan. Neanderdalsmenn náðu því svæði sem nú er kallað England, innan Bretlands, fyrir 230.000 árum síðan. Þar hófst látlaus mannabúseta fyrir 12.000 árum síðan, undir lok síðustu ísaldar. Á svæðinu eru fjölmargar leifar frá miðsteinöld, nýsteinöld og bronsöld, eins og Stonehenge og Avebury. Á járnöld bjuggu þeir Keltar sem kallaðir eru Fornbretar í Englandi, eins og í öllum hlutum Stóra-Bretlands suðan við Firth of Forth í Skotlandi. En þar bjuggu líka nokkrir ættflokkar frá Gallíu. Árið 43 e.Kr. hófust landvinningar Rómverja á Bretlandi og héldu Rómverjar stjórn héraðsins Brittaníu fram á 5. öld.

Fráhvarf Rómverja úr landinu gerði innrás Engilsaxa mögulega og er hún oft talin vera uppruni landsins England og Englendinga. Engilsaxar voru hópur ýmissa Germana sem stofnuðu nokkur konungsríki sem urðu mikilvæg veldi á svæðinu þar sem nú eru England og suðurhlutar Skotlands.[1] Tungumál þeirra var fornenska, en hún útrýmdi fyrra tungumáli Keltanna, bresku. Engilsaxar börðust við ríki í Wales, Cornwall og Hen Ogledd („gamla norðrið“, þeir landshlutar í Norður-Englandi og Skotlandi þar sem töluð voru brýþonsk tungumál) og börðust einnig sín á milli. Víkingar gerðu margar árásir á Englandi eftir árið 800 e.Kr. og fornnorrænir menn tóku stjórn á stórum hluta þessa svæðis. Á þessu tímabili reyndu nokkrir stjórnendur að sameina ýmis engilsaxnesku konungsríkjanna. Það varð til þess að konungsríkið England myndaðist fyrir 10. öldina.

Árið 1066 sigruðu og unnu Normannar land á Englandi. Það voru mörg borgarastríð og orrustur við önnur lönd á miðöldum. Á endurreisninni var England undir stjórn Túdor-ættarinnar. England sigraði Wales á 12. öldinni og þá sameinuðust England og Skotlandi á 18. öldinni og mynduðu konungsríkið Stóra-Bretland. Á eftir Iðnbyltinguna stjórnaði Bretland stóru heimsveldi um allan heim, sem var það stærsta í heimi. Mörg lönd í heimsveildinu urðu sjálfstæð undan Bretlandi á 20. öldinni en það hafði mikil áhrif á menningu þeirra og leyfir enn áhrifunum.

Forsögulegt

[breyta | breyta frumkóða]

Suðurhluti þess sem varð Brittanía var fyrsti hluti landsins sem menn bjuggu í, vegna loftslags svæðisins á síðustu ísöld.

Rómverska Bretland (Brittanía)

[breyta | breyta frumkóða]
Hadríanusarmúrinn séður frá Vercovicium.

Júlíus Caesar gerði innrás í suðurhluta Bretlands árin 55 og 54 f.Kr. og skrifaði um það í ritinu Gallastríðið að mannfjöldi Suður-Brittaníu var stór og líkur mannfjölda Niðurlandanna, sem talaði frumgermanskt tungumál. Málmpeningar hafa verið fundnir sem á eru letruð nöfn sumra leiðtoganna af gjörólíkum ættflokkum sem bjuggu á því svæði sem var Brittania. Fram að landvinningum Rómverja á Bretlandi var fjöldi íbúanna tiltölulega stöðugur og fyrir fyrstu innrás Júlíusar Caesars talaði mannfjöldi þess svæðis sem var Vestur-Bretland keltneskt mál sem talið var vera forveri breskra tungumálanna. Eftir fráhvarf Júlíusar Caesars lenti Bretland aftur í stjórn Forn-Bretanna.

Rómverjar byrjuðu að vinna land á Bretlandi á ný árið 43 e.Kr. undir stjórn Claudíusar keisara. Þeir innlimuðu allt það svæði sem er nú Wales og England á næstu fjörutíu árum og smám saman tóku þeir stjórn mikils hluta af Skotlandi.

Bretland eftir Rómverja

[breyta | breyta frumkóða]

Stjórn Rómverja á Bretlandi brotnaði niður um árið 410 og Germanir settust að í Englandi. Saman voru þeir þekktir sem Engilsaxar og á meðal þeirra voru Jótar frá Jótlandi, margir Saxar frá norðvesturhluta Þýskalands og Englar frá því sem er núna Angeln í Slésvík-Holtsetalandi.[2] Fyrir þessi landnám gerðu nokkrir Frísar innrás í Bretlandi um árið 250.

Engilsaxar byrjuðu að gera innrás á Bretlandi á miðri 5. öldinni og héldu áfram að gera gera innrásir í nokkrar aldir. Jótar voru aðalhópur landnámsmanna í Kent, á Wighteyju og þeim hlutum Hampshire nálægt ströndinni. Saxar voru ríkjandi á öllum öðrum svæðum sunnan við Thames-ána og í Essex og Middlesex. Englar voru aðallega í Norfolk, Suffolk og Miðhéruðum í norðri.

Mannfjöldi Bretlands minnkaði mjög eftir Rómverjatímabilið. Minnkun virðist hafa orsakast af plágu og bólusótt. Vitað er að plága Justinianusar hafi borist á svæðið um Miðjarðarhafið á 6. öldinni og kom til Bretlands í fyrstu árið 544 eða 545 þegar hún var komin til Írlands.[3] Annálar Annales Cambriae töluðu um dauða Maelgwn Gwynedd konungs vegna þessarar plágu árið 547.

Engilsaxneskir landvinningar og stofnun Englands

[breyta | breyta frumkóða]
Konungsríki og ættflokkar í Bretlandi um árið 600 e.Kr.

Um árið 495 í orrustinni við Mons Badonicus sigruðu Fornbretarnir Engilsaxana, sem hindraði engilsaxneska framrás í vestur í nokkra áratugi. Til eru sönnunargögn frá engilsaxneskum kirkjugörðum um fráhvarf nokkurra byggða þeirra og að frumbyggjar stóðust innrásarmenn um árið 500.

Útþensla engilsaxneska svæðisins hélt afrám á 6. öldinni. Í orrustunni við Deorham sem háð var árið 577 sigruðu Vestursaxar og olli það töku borganna Cirencester, Gloucester og Bath. Það gerði Engilsöxum kleift að fara fram í Bristolsundið og þá klauf það Forn-Breta í West Country frá þeim í Wales. Sigur í orrustunni við Chester um árið 616 var svipaður og klauf Wales frá Forn-Bretum sem bjuggu í Cumbria.

Smám saman fóru Saxar fram í West Country á sjöundu, áttundu og níundu öldunum. Fyrir miðja sjöttu öldina höfðu Englar neytt Breta að svæðinu sem er nú Wales í vestri.

Sjökonungaríkið og kristnitaka

[breyta | breyta frumkóða]

Kristnitaka hófst á Stóra-Bretlandi um það bil árið 600 e.Kr., keltneska kristnitakan í norðaustri og Rómversk-kaþólska kirkjan í suðaustri voru báðar áhrifamiklar. Ágústín, fyrsti erkibiskup af Kantaraborg, tók við embætti árið 597. Árið 601 skírði hann fyrsta kristna engilsaxneska konunginn Aðalbjart af Kent. Síðasti heiðinn engilsaxneskur konungurinn Penda af Mersíu dó árið 655. Síðasti heiðni jóski konungurinn, Arwald af Wighteyjunni, var drepinn árið 686. Engilsaxneska trúboðið byrjaði á meginlandi Evrópu á 8. öldinni sem olli kristnitöku Frankaríkisins fyrir árið 800.

Víkingainnrásin

[breyta | breyta frumkóða]
England árið 878.

Samkvæmt Annál Engilsaxa var fyrsta skráð árás Víkinganna árið 793 í munkaklaustri á eyjunni Lindisfarne. Hins vegar voru Víkingar búnir að setjast að á Orkneyjum og Hjaltlandseyjum og er mögulegt að það hafi verið margar aðrar óskráðar árásir á undan árásinni á Lindisfarne. Samkvæmt heimildum var gerð árás á Jónu í Suðureyjum árið 794. Koma Víkinganna truflaði þjóðfélag og stjórnmál á Bretlandi. Danaárásirnar stöfuðu af sigri Alfreðar mikla í Edington árið 878. En á þeim tíma hafði Norðhumbría[4] leyst upp, Mersía skipist í tvennt og Austur-Anglía var ekki lengur til. Víkingar gerðu sömuleiðis árásir í norðri og voru ástæða þess að konungsríkið Alba var myndað, sem síðar varð Skotland.

Landnám Norðmanna og Dana hafði mikil áhrif á ensku. Mörg grundvallarorð í nútímalegri ensku eru komin af fornnorrænu en mörg hundruð orð sem eru notuð oftast eru komin af fornensku. Einnig eru mörg staðarnöfn á svæðum þar sem Víkingar settust að upprunalega úr fornnorrænu.

Svæðin sem voru undir stjórn Dana er talin vera Danalög.

Sameining Englands

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 899Alfreð mikli og svo kom Játvarður eldri, sonur hans, til ríkis. Játvarður og Aðalráður af Mersíu byrjuðu að byggja virki og bæi eftir stíl Alfreðar. Þegar Aðalráður dó tók konan sín hásæti og héltu áfram að byggja. Við dauða Játvarðar tók Aðalsteinn af Mersíu hásæti.

Aðalsteinn héltu áfram að byggja og stækka konungsríkið og varð fyrsti konungur yfir landið sem nú heitir England.

England undir stjórn Dana og landvinningar Normanna

[breyta | breyta frumkóða]
Orrustan við Hastings í Bayeux-reflinum.

Norðurmenn gerðu innrás aftur í England á 10. öld. Stjórn Aðalráðar ráðlausa stóð löngu yfir en loksins missti hann af konungsríkinu sínu þegar Sveinn tjúguskegg réðst svo inn í England. Þegar Sveinn dó fékk Aðalráður konungsríkið sitt aftur. Upp frá þessum tíma dó Játmundur járnsíða, sonur Aðalráðar, sem gerði Knúti ríka, syni Sveins, kleift að verða Englandskonungur. Undir stjórn hans varð konungsríkið stjórnarmiðstöð yfir heimsveldi sem innihélt bæði Danmörk og Noreg.

Synir Knúts tóku hásætið eftir að hann dó, en árið 1042 varð Játvarður góði konungur, sem var innfæddur Englendingur. Játvarður átti engann son, þess vegna voru mikil átök yfir erfðaröðina þegar hann dó árið 1066. Guðini jarl af Wessex, eftirmenn Knúts og Normannar allir reyndu að taka hásæti.

Loks varð Haraldur Guðinason konungur, talið er að Játvarður góði hefði boðið honum sætið á dánarbeði. Vilhjálmur bastarður, Haraldur harðráði og Sveinn Ástríðarson allir kröfðust hásætisins. Játgeir Ætheling var með þá bestu kröfu, en hann var of ungur og ekki víða vinsæll. Stjórn hans stóð yfir í nokkra daga.

Í september 1066 lenti Haraldur harðráði í Norður-England með 15.000 menn og 300 langskip (í hverju skipi voru 50 menn). Með hann var Tostig Guðinason, sem bauð honum stuðning. Haraldur Guðinason sigraði Harald harðráða og Tostig í orrustunni við Stafnfurðubryggju.

Þann 28. september 1066 gerði Vilhjálmur bastarður innrás í England sem þekkt er sem landvinningar Normanna á Englandi. Þann 14. október barðist Haraldur harðráði við hann í orrustunni við Hastings, eftir að ganga frá Yorkshire með hernum sínum. Haraldur var drepinn á orrustuvelli og jóladaginn 1066 varð Vilhjálmur Englandskonungur.

Normannska England

[breyta | breyta frumkóða]

Við normannska landvinninga breytist átt sögu Englands mikið. Vilhjálmur skipaði að Dómsdagsbókin væri skrifuð, skrá yfir landið og eigir mannfjöldans, svo að hann gæti lagt skatt á fólkið. Sökum hennar er hægt að sjá að megnið af landi varð í eigu Normanna í bara tuttugu ár á eftir innrásina. Þeir einokuðu allar stöðurnar hjá ríkísstjórninni og kirkjunni. Vilhjálmur og mennirnir sínir töluðu normannska frönsku í þingi bæði í Englandi og Normandí. Notkun þessa tungumáls stóð yfir í nokkrar aldir og hafði mikil áhrif á þróun nútímaensku.

Á miðöldum voru mörg borgarastríð, stríð við önnur lönd og uppreisnir. England var algerlega sjálfbært og það framleiddi sjálft korn, mjólkurafurðir, nautakjöt og lambakjöt. Hagkerfið var byggt á ullarverslun; ull frá Norður-Englandi var flutt út til borga í Flæmingjalandi, þar sem hún var unnin að fataefni. Textíliðnaður varð vel grunninn í Englandi fyrir 15. öldina.

Hinrik 1., fjórði sonur Vilhjálmar bastarðs, erfði hásætið eftir bróður sinn, Vilhjálm 2., árið 1100. Hinrik var líka þekktur sem „Henry Beauclerc“ vegna góðrar menntunar sinnar. Hann vann mikið að því að bæta samskipti milli Engilsaxa og Engilnormanna. Þegar Vilhjálmur Adelin sonur hans dó árið 1120 ónýttist það verk hans þó að ýmsu leyti og erfðadeilur vörpuðu dökkum skugga á sögu Englands næstu áratugi.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. The Anglo-Saxons, BBC - History
  2. The Anglo-Saxons - Who were the Anglo-Saxons Geymt 6 janúar 2009 í Wayback Machine, BBC
  3. „6th-10th century AD“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. maí 2012. Sótt 27. maí 2012.
  4. http://kyle.hugi.is/saga/articles.php?page=view&contentId=1594892[óvirkur tengill]