Fara í innihald

Opinbert tungumál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Opinbert tungumál er tungumál sem sett er á sérstakan stall innan ríkja, fylkja eða sjálfsstjórnarsvæða. Það er yfirleitt málið sem notað er í löggjafarþingum viðkomandi svæðis en lög margra ríkja fara þó fram á það að opinber gögn séu þýdd á önnur mál einnig.

Um helmingur ríkja í heiminum hafa opinbert tungumál. Sum hafa aðeins eitt opinbert tungumál (t.d. Litháen, Þýskaland og Albanía) og sum hafa fleiri en eitt eins og Hvíta-Rússland, Belgía, Kanada, Finnland og Suður-Afríka.

Í löndum, eins og Írak, Ítalíu og Spáni, eru opinber tungumál en í sumum héruðum þessara landa eru leyfð önnur tungumál. Önnur lönd, eins og Bandaríkin hafa ekkert opinbert tungumál en nokkur ríki Bandaríkjanna hafa opinbert tungumál. Að lokum má nefna lönd eins og Ástralíu, Lúxemborg og Svíþjóð sem hafa ekkert opinbert tungumál, ekki er heldur getið um opinbert tungumál í stjórnarskrá Íslands.

Afleiðing nýlendustefnu í Afríku og á Filippseyjum er sú að opinbert tungumál (franska eða enska) er ekki það sama og talað er af fólkinu í landinu. Á móti má nefna Írland þar sem írska hefur verið skilgreind sem opinbert tungumál sökum þjóðernishyggju en flest allir tala ensku sem er að vísu annað opinbert tungumál Írlands.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Um tungumál á Norðurlöndunum