Englendingar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Englendingar (enska English people) eru þjóð og þjóðarbrot sem búa á Englandi og hafa ensku að móðurmáli. Þjóðernisvitund Englendinga á rætur að rekja til miðalda þegar fólkið var þekkt á fornensku sem Anglecynn. England er nú eitt fjögurra landa sem tilheyra Bretlandi og meginhluti Englendinga eru líka Bretar.

Upprunalega voru Englendingar komnir af nokkrum ættflokkum með svipuð gen, það er að segja Fornbretum, germönsku ættflokkunum Engilsaxar, Saxar og Jótar, sem stofnuðu England (fornenska: Englaland), og síðar af Víkingum og Normönnum. Undir Sambandslögunum 1707, þar sem Konungsríkið England varð hluti Konungsríkisins Stóra-Bretland, varð þjóðernisvitund og menningu Englendinga blandað saman við þær Breta.

Í dag eiga margir Englendingar rætur að rekja til annarra evrópskra landa og landa í Breska samveldinu. Sem stofnendur Breska heimsveldisins eru Englendingar uppruni enska tungumálsins, þingræðis, fordæmisréttar í mörgum löndum og margra vinsæla íþrótta.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]