Karl Marx

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Karl Marx.

Karl Heinrich Marx (5. maí 181814. mars 1883) var gríðarlega áhrifamikill þýskur hagfræðingur, heimspekingur og stjórnmálaspekingur sem er frægastur fyrir greiningu sína á mannkynssögunni í anda þráttarhyggju Hegels sem röð átaka milli stétta. Hann greindi samfélag kapítalismans (þ.e. samfélagið eins og það er eftir iðnbyltinguna) og taldi meðal annars að reglulegar og sívaxandi efnahagskreppur væru innbyggðar í slíkt hagkerfi og myndu á endanum leiða til hruns þar sem stéttlaust samfélag tæki við. Frá honum koma grundvallarhugtök í marxískum fræðum, eða það sem kallað er marxísk hugtök.

Marx tók virkan þátt í stjórnmálahræringum um og eftir miðja 19. öld. Hann skrifaði Kommúnistaávarpið ásamt Friedrich Engels 1848 og var leiðandi við stofnun Fyrstu alþjóðasamtaka verkalýðsins í London 1864. Höfuðrit hans Auðmagnið (Das Kapital) kom út 1867.

Útfærslur á sósíalisma sem byggja á verkum Marx eru oft kallaðar marxismi. Marxismi hafði gríðarleg áhrif á stjórnmál og vísindi á 19. og 20. öld, ekki síst eftir Októberbyltingu bolsévika í Rússlandi 1917.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þetta æviágrip sem tengist sögu og heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.