Andorra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Furstadæmið Andorra
Principat d'Andorra
Fáni Andorra Skjaldarmerki Andorra
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Virtus Unita Fortior (latína)
Sameinuð dygð er sterkari
Þjóðsöngur:
El Gran Carlemany
Staðsetning Andorra
Höfuðborg Andorra la Vella
Opinbert tungumál Katalónska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Samfurstar Emmanuel Macron
Joan Enric Vives i Sicilia
Forsætisráðherra Xavier Espot Zamora
Sjálfstæði
 • frá Aragón 8. september 1278 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
178. sæti
468 km²
0,26
Mannfjöldi
 • Samtals (2020)
 • Þéttleiki byggðar
203. sæti
77.543
180/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 • Samtals 3,237 millj. dala
 • Á mann 42.035 dalir
VÞL (2019) 0.868 (36. sæti)
Gjaldmiðill Evra
Tímabelti UTC+1 (+2 á sumrin)
Þjóðarlén .ad
Landsnúmer +376

Andorra (katalónska: Principat d'Andorra) er landlukt furstadæmi í austurhluta Pýreneafjalla, milli Frakklands og Spánar. Samkvæmt arfsögn var furstadæmið stofnað af Karlamagnúsi, en það var undir stjórn greifa af Urgell til 988 þegar stjórnin fluttist til kaþólska biskupsdæmisins Urgell. Núverandi furstadæmi var stofnað árið 1278. Þjóðhöfðingjar þess eru tveir: Biskupinn af Urgell í Katalóníu og Frakklandsforseti. Höfuðborgin heitir Andorra la Vella og sú höfuðborg Evrópu sem stendur hæst, í 1.023 metra hæð.[1]

Andorra er örríki. Landið er aðeins 468 ferkílómetrar að flatarmáli og er því sjötta minnsta land Evrópu. Íbúar eru um 77.000. Íbúar Andorra eru af katalónskum uppruna.[2] Andorra er jafnframt 16. fámennasta land heims.[3] Katalónska er opinbert tungumál, en spænska, portúgalska og franska eru líka algeng mál.[4][5]

Yfir 10 milljón ferðamenn heimsækja landið árlega.[6] Landið er ekki aðili að Evrópusambandinu en notar evru sem opinberan gjaldmiðil. Andorra hefur átt aðild að Sameinuðu þjóðunum frá 1993.[7] Árið 2013 voru lífslíkur í Andorra þær hæstu í heimi.[8]

Heiti[breyta | breyta frumkóða]

Uppruni heitisins Andorra er óþekktur, en nokkrar tilgátur hafa verið settar fram. Elsta vísunin í heitið er í Sögum gríska sagnaritarans Pólýbíosar, sem lýsir Andosínum, Íberskum ættbálki sem býr í dölum Andorra og stóð gegn her Karþagóa þegar hann fór um Pýreneafjöll í púnversku stríðunum. Andosínar (Ἀνδοσίνοι Andosinoi) er hugsanlega dregið af baskneska orðinu handia sem merkir „stór“ eða „risi“.[9] Örnefni í Andorra bera í sér ummerki um að baskneska hafi verið töluð á svæðinu. Önnur tilgáta stingur upp á að Andorra sé dregið af gamla orðinu Anorra sem inniheldur baskneska orðið ur („vatn“).[10]

Önnur tilgáta gengur út á að Andorra sé dregið af arabíska orðinu الدارة al-darra [11]}} sem merkir skógi vaxið land. Þegar Arabar og Márar lögðu Íberíuskagann undir sig voru dalirnir í fjöllunum þaktir skógum. Þessi landsvæði voru ekki undir stjórn múslima út af því hversu erfitt var að koma stjórn þar við.[12]

Aðrar tilgátur nefna aragóníska orðið andurrial, sem merkir „kjarrlendi“.[13]

Samkvæmt alþýðuskýringum nefndi Karlamagnús landið Andorra með vísun í dalinn þar sem borgin Endór stóð samkvæmt Biblíunni (þar sem Midíanar biðu ósigur). Samkvæmt sögninni lýsti Loðvík guðhræddi nafngiftinni eftir að hafa sigrað Mára í „villtum vítisdölum“.[14]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Furstadæmið var stofnað árið 1278 til að sætta átök milli biskupsins af Urgell (sýsla í Katalóníu) og greifans af Foix (sýsla í suður-Frakklandi). Áður hafði það verið undir stjórn konungsríkisins Aragóníu. Hinrik 4. Frakkakonungur réð yfir svæðinu í byrjun 17. aldar og gerði konung Frakka og biskupinn af Urgell að þjóðhöfðingjum Andorra (sem gildir enn í dag en þjóðhöfðingi Frakklands er nú Frakklandsforseti. ). Andorra hlaut sjálfstæði frá Frökkum árið 1814 eftir Napóleonsstyrjaldirnar. Árið 1982 var stofnað þing í landinu og embætti forsætisráðherra.

Landafræði[breyta | breyta frumkóða]

Skíðasvæði í Andorra.

Andorra skiptist í sjö kirkjusóknir:

Kort.

Landið er mjög fjalllent. Meðalhæð yfir sjávarmáli er 1.996 metrar og hæsta fjallið er Coma Pedrosa sem nær 2.942 metra hæð. Milli fjallanna eru mjóir dalir sem mætast við lægsta punkt landsins, þar sem áin Gran Valira rennur til Spánar. Í landinu er ýmist alpaloftslag eða meginlandsloftslag.

Helstu borgir og bæir[breyta | breyta frumkóða]

Eftir mannfjölda:

 1. Andorra la Vella
 2. Escaldes-Engordany
 3. Encamp
 4. Sant Julià de Lòria
 5. La Massana
 6. Santa Coloma
 7. Ordino
 8. El Pas de la Casa
 9. Canillo
 10. Arinsal

Hvorki flugvellir né lestarsamgöngur eru í landinu og fara íbúar helst til Toulouse og Barcelona í flug. Þó eru þyrlupallar. Vegakerfið er 279 kílómetrar að lengd.

Íbúar[breyta | breyta frumkóða]

Íbúar Andorra eru nú um 77.000, en voru aðeins 5.000 árið 1900. Meðal íbúa Andorra mæla flestir katalónsku (39%) og næstflestir spænsku (35%). Þvínæst koma portúgalska (15%) og franska (5%). Aðeins þriðjungur landsmanna eru andorrískir að uppruna. Í grunnskólakerfinu er kennt á 3 tungumálum; katalónsku, spænsku og frönsku eftir því hvert móðurmál nemandans er.

Tveir þriðju hlutar íbúa í Andorra hafa ekki ríkisborgararétt í landinu og þar með ekki kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum. Þeir geta auk þess ekki orðið forsætisráðherra eða átt yfir þriðjung í skráðu hlutafélagi.

Andorra er vinsæll ferðamannastaður sem fær yfir 10 milljónir ferðamanna árlega. Þar eru vinsæl skíðasvæði. Landið er auk þess skattaskjól. Það er ekki í Evrópusambandinu en evra er engu að síður notuð sem de facto gjaldmiðill. Lífslíkur í Andorra voru þær mestu í heimi árið 2013, 81 ár.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Maps, Weather, and Airports for Andorra la Vella, Andorra“. Fallingrain.com. Sótt 26. ágúst 2012.
 2. Minahan, James (2000). One Europe, Many Nations: A Historical Dictionary of European National Groups. Greenwood Publishing Group. bls. 47. ISBN 978-0313309847.
 3. Malankar, Nikhil (18. apríl 2017). „Andorra: 10 Unusual Facts About The Tiny European Principality“. Tell Me Nothing. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. júní 2017. Sótt 13. júní 2017.
 4. „CIA World Factbook entry: Andorra“. Cia.gov. Sótt 26. ágúst 2012.
 5. „Background Note: Andorra“. State.gov. Sótt 14. maí 2015.
 6. „HOTELERIA I TURISME“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. september 2017. Sótt 14. maí 2015.
 7. „United Nations Member States“. Un.org. Sótt 14. maí 2015.
 8. GBD 2013 Mortality and Causes of Death, Collaborators. (10. janúar 2015). „Global, regional, and national age-sex specific all-cause and cause-specific mortality for 240 causes of death, 1990-2013: a systematic analysis for the Global Burden of Disease Study 2013“. Lancet. 385 (9963): 117–71. doi:10.1016/S0140-6736(14)61682-2. PMC 4340604. PMID 25530442.
 9. Diccionari d'Història de Catalunya; ed. 62; Barcelona; 1998; ISBN 84-297-3521-6; p. 42; entrada "Andorra"
 10. Font Rius, José María (1985). Estudis sobre els drets i institucions locals en la Catalunya medieval. Edicions Universitat Barcelona. bls. 743. ISBN 978-8475281742.
 11. „تعريف و معنى دارة في معجم المعاني الجامع - معجم عربي عربي“. almaany.com (arabíska).
 12. Gaston, L. L. (1912). Andorra, the Hidden Republic: Its Origin and Institutions, and the Record of a Journey Thither. New York: McBridge, Nast & Co. bls. 9.
 13. „Online Etymology Dictionary“. Etymonline.com. Sótt 14. maí 2015.
 14. Freedman, Paul (1999). Images of the Medieval Peasant. California: Stanford University Press. bls. 189. ISBN 978-0804733731.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.