Fara í innihald

19. öldin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá 19. öld)
Árþúsund: 2. árþúsundið
Aldir: 18. öldin · 19. öldin · 20. öldin
Áratugir:

1801–1810 · 1811–1820 · 1821–1830 · 1831–1840 · 1841–1850
1851–1860 · 1861–1870 · 1871–1880 · 1881–1890 · 1891–1900

Flokkar: Fædd · Dáin · Stofnað · Lagt niður

19. öldin er öld sem hófst 1. janúar 1801 og lauk 31. desember árið 1900. 19. öldin er stundum talin til síðnýaldar. Nútímasaga hefst í upphafi 19. aldar.

Á 19. öld urðu bæði miklar samfélagsbreytingar og tækniframfarir. Þrælahald var afnumið víðast hvar í heiminum, þótt það kostaði oft átök, eins og Þrælastríðið í Bandaríkjunum. Fyrri iðnbyltingin og Síðari iðnbyltingin höfðu í för með sér framleiðniaukningu, fólksfjölgun og þéttbýlisvæðingu, auk þess að valda byltingu í flutningum. Vaxandi vandamál borgarlífs kölluðu á umbætur í löggæslu, eldvörnum, lýðheilsu, hreinlæti og sóttvörnum.

Íslömsku púðurveldin leystust upp meðan heimsvaldastefna Evrópuríkjanna varð til þess að megnið af Suður-Asíu, Suðaustur-Asíu og nær öll Afríka komst undir stjórn þeirra. Mörg eldri heimsveldi féllu á þessari öld, eins og Mógúlveldið, Spænska heimsveldið, Súlúveldið, Fyrra franska keisaraveldið og Heilaga rómverska ríkið; meðan önnur heimsveldi risu sem hæst, eins og Breska heimsveldið, Rússneska keisaradæmið, Bandaríkin, Þýska keisaraveldið, Síðara franska keisaraveldið, Konungsríkið Ítalía og Meiji-veldið í Japan. Sérstaklega Breska heimsveldið var óskorað hnattrænt risaveldi eftir sigur þess í Napóleonsstyrjöldunum 1815. Á sama tíma juku rússneskir bandamenn þeirra völd sín um alla Asíu. Tjingveldið í Kína átti í kreppu á sama tíma vegna innrása Japana, ásælni Evrópuveldanna og uppreisna innanlands.

Í Evrópu hnignaði Tyrkjaveldi á sama tíma og uppgangur lýðræðisafla og þjóðernishyggju leiddi til byltinganna 1848. Tvö ný þjóðríki, Þýskaland og Ítalía, urðu til við upplausn Heilaga rómverska ríkisins. Grikkir fengu sjálfstæði frá Tyrkjaveldi eftir vopnaða baráttu 1830 og á næstu árum öðluðust fleiri lönd Balkanskagans sjálfstæði sem var staðfest eftir ósigur Tyrkjaveldis í stríði Rússlands og Tyrkjaveldis 1878.

Á Indlandsskaga hnignaði innlendum ríkjum og vaxandi óánægja með yfirráð Breska Austur-Indíafélagsins leiddi til uppreisnar árið 1857 og upplausnar félagsins. Breska krúnan tók þá við völdum á skaganum. Auk Indlands lagði Breska heimsveldið undir sig stór svæði í Kanada, Ástralíu og Suður-Afríku. Undir lok aldarinnar var fimmtungur alls lands á jörðinni og fjórðungur mannfjöldans undir stjórn þess. Bretar flýttu fyrir hnattvæðingu með því að framfylgja breskum friði (Pax Britannica) um allan heim og með því að byggja upp hnattrænt flutningsnet gufuskipa og járnbrauta. Á 19. öld urðu framfarir í rafmagnstækni undirstaða fjölda nýrra uppfinninga sem höfðu mikil áhrif á daglegt líf fólks, eins og ritsímans, ljósaperunnar og plötuspilarans. Sprengihreyfillinn var fundinn upp á síðari hluta aldarinnar og fyrstu bifreiðarnar litu dagsins ljós.

Ár og áratugir[breyta | breyta frumkóða]

19. öldin: Ár og áratugir

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hvað var fundið upp á 19 öld?“. Vísindavefurinn.