Fara í innihald

Valois-ætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Frakklandskonunga á valdatíð Valois-ættar.

Valois-ætt var frönsk konungsætt á miðöldum, hliðargrein Capet-ættar, og sátu konungar af Valois-ætt í hásæti Frakklands frá 1328 til 1589. Hertogarnir af Búrgund frá 1363 til 1482 voru einnig af Valois-ætt.

Valois-ættin var komin af Karli greifa af Valois, fjórða syni Filippusar 3. Frakkakonungs. Erfðaréttur afkomenda hans byggðist á ákvæðum franskra laga sem útilokuðu konur frá ríkiserfðum og einnig erfðir um kvenlegg. Filippus 4., eldri bróðir Karls af Valois, átti þrjá syni sem allir urðu konungar en enginn þeirra eignaðist son sem lifði. Þegar sá síðasti, Karl 4., lést 1328, erfði hvorki dóttir hans né bróðurdætur ríkið, heldur ekki systursonur hans, Játvarður 3. Englandskonungur, sem gerði þó kröfu til ríkiserfða, heldur Filippus 6., elsti sonur Karls af Valois, sem þar með varð fyrsti konungur af Valois-ætt.

Frakkakonungar af Valois-ætt[breyta | breyta frumkóða]

Valois[breyta | breyta frumkóða]

Valois-Orléans-ætt[breyta | breyta frumkóða]

Karl 8. átti ekki barn sem lifði og nánasti erfingi hans í karllegg var Loðvík 2. hertogi af Orléans, sonarsonarsonur Karls 5., sem tók við krúnunni eftir lát Karls og giftist ekkju hans.

Valois-Orléans-Angoulême-ætt[breyta | breyta frumkóða]

Loðvík 12. eignaðist heldur ekki syni sem komust á legg en hann átti hins vegar tvær dætur. Sú eldri var gift frænda sínum, Frans greifa af Angoulême, sem var næstur til ríkiserfða. Hann var sonarsonur Jóhanns greifa af Angoulême, yngri sonar Loðvíks 1. hertoga af Orléans, og því afkomandi Karls 5.

Hliðargreinar Valois-ættar[breyta | breyta frumkóða]

  • Valois-Alençon-ætt, hertogar af Alençon, afkomendur Karls 2., yngri sonar Karls greifa af Valois.
  • Valois-Anjou-ætt, hertogar af Anjou, afkomendur Loðvíks 1. næstelsta sonar Jóhanns 2. Frakkakonungs.
  • Valois-Búrgundarætt, hertogar af Búrgund, afkomendur Filippusar 2. djarfa, fjórða sonar Jóhanns 2. Frakkakonungs.
  • Valois-Búrgundar-Brabant-ætt, hertogar af Brabant, afkomendur næstelsta sonar Filippusar djarfa Búrgundarhertoga.
  • Valois-Búrgundar-Nevers-ætt, greifar af Nevers, afkomendur Filippusar, þriðja sonar Filippusar djarfa.
  • Valois-Orléans-ætt, hertogar af Orléans, afkomendur Loðvíks 1., yngri sonar Karls 5. Frakkakonungs.
  • Valois-Orléans-Angoulême-ætt, greifar af Angoulême, afkomendur Jóhanns, yngri sonar Loðvíks 1. hertoga af Orléans.

Karlleggur allra þessara ætta var dáinn út þegar Hinrik 3. var myrtur 1589. Hann var barnlaus og næsti erfingi krúnunnar í karllegg var Hinrik konungur Navarra, sem var afkomandi Loðvíks 9., Frakkakonungs 1226-1270, í tíunda lið. Móðir Hinriks, Jóhanna Navarradrottning, var hins vegar systurdóttir Frans 1. og hann var því af Valois-ætt í móðurætt.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]