Skoska upplýsingin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skoska upplýsingin var tími mikillar grósku og útgáfu í vísindum, heimspeki og bókmenntum í Skotlandi á upplýsingaöldinni (1730 til 1800).

Meðal helstu heimspekinga þessa tíma var Francis Hutcheson, sem var deildarforseti heimspekideildar Háskólans í Glasgow frá 1729 til 1746. Hann var meðal upphafsmanna leikslokasiðfræðinnar. Thomas Reid var helsti málsvari hinnar skosku heimspeki heilbrigðrar skynsemi. David Hume var annar af helstu heimspekingum Skotlands á þessum tíma. Hann var einn meginhugsuður raunhyggjunnar en hafði einnig mikil áhrif í siðfræði og hagfræði. Meginhagfræðingur skosku upplýsingarinnar var þó Adam Smith, faðir nútímahagfræði.

Meðal annarra meginhöfunda tímabilsins má nefna James Burnett, Adam Ferguson, James Hutton, John Millar, John Playfair, William Robertson, Walter Scott, William Smellie og Dugald Stewart.