Fara í innihald

Glysrokk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Glamrokk)
David Bowie árið 1972.

Glysrokk er tónlistarstefna sem varð til á Bretlandi snemma á áttunda áratug tuttugustu aldar. Mikið var lagt upp úr sviðsframkomu sem hafði mjög leikræn tilþrif, tónlistarmennirnir léku sér með kynhlutverk, klæddust þykkbotna skóm og skreyttu sig með glimmer og áberandi förðun. Tónlistin sjálf var mjög einföld með grípandi melódíum úr saklausa tyggjópoppi ungdómsins og „hip-shaking“ ryþmum frá fyrra rokki og róli. Stefnunni má skipta í tvær greinar þótt skylin þar á milli séu ekki alltaf ljós og skörun mikil. Annarsvegar voru það listamenn eins og Marc Bolan og félaga í T. Rex sem léku sér fyrst og fremst með tónlistina og kynhlutverk, á hinn bóginn var David Bowie fremstur í flokki fleiri listamanna sem lögðu mikið upp úr listrænni hlið sviðsframkomunnar og tónlistarinnar.[1]

Upphaf og hápunktur

[breyta | breyta frumkóða]

Upphaf glysrokksins er miðast við árið 1971 þegar T. Rex gaf út metsöluplötuna Electric Warrior en aðrir tónlistarmenn voru einnig farnir að gera tilraunir með kvenlega förðun og búninga. Árið á eftir var þó aðal brautryðjendaár stefnunnar, það var kominn tími fyrir eitthvað nýtt þar sem fólk var komið með leiða á „ást og friðar“ tímabilinu sem ríkti á sjöunda áratuginum. Á því ári varð geimverurokkarinn Ziggy Stardust til, ein af uppskálduðu persónum David Bowie. Þá varð Mott the Hopple‘s frægari en nokkurn tímann með plötunni All the Young Dudes sem David Bowie stjórnaði upptökum af ásamt því að semja samnefnt lag plötunnar sem náði miklum vinsældum. Hjómsveitin Roxy Music gaf út sína fyrstu plötu, Virginia Plain, sem naut gríðarlegra vinsælda á Bretlandi og The New York Dolls lögðu af stað í sinn fyrsta túr um England. [2]

Listræna glysrokkið

[breyta | breyta frumkóða]

Tónlistamennirnir sem töldust til listrænna glys rokkara lögðu áherslu á að gera tónleika sína sérstaka fyrir tónleikagesti. Þar sem MTV var ekki en tilkomið voru tónleikarnir meira atriði, þetta var eina tækifæri fólks til þess að sjá tónlistarmennina flytja tónlist sína. Þeim fannst mikilvægt að tónleikarnir væru frábrugðnir því sem hægt væri að hlusta á heima í stofu, það gerðu þeir með því að gera tónleikana sjónræna. Þeir klæddu sig í búninga sem mikið var lagt í og færðu leikræn áhrif yfir í tónlistina. Í þessum hópi var David Bowie, Lou Reed, Roxy Music og fleiri. David Bowie gekk þá svo langt að hann bjó til persónur eins og til að mynda Ziggy Stardust, Aladdin Sane og Thin White Duke sem allir höfðu sér einkenni og persónuleika. Aðal einkenni leikrænu áhrifana voru gamaldags vísinda skáldskapur og gamlar myndir.

Glitter rokk

[breyta | breyta frumkóða]

Glitter rokkið var stór partur af breska glysrokkinu og snerist fyrst og fremst um skemmtun. Áherslan var frekar lögð á að krækja í hlustandann með einföldum og skemmtilegum textum, grípandi hljóðfæraleik og söng. Þá voru búningarnir mjög ýktir, litríkir og glitrandi. Þeir sem tilheyrðu þessum flokki voru, til að mynda, Gary Glitter og The Sweet en þeir áttu eftir að hafa mikil áhrif á hljómsveitir eins og til dæmis Kiss og Queen svo eitthvað sé nefnt.

Hápunkti glysrokksins lauk um 1975. Þrátt fyrir það hafði stefnan mikil áhrif á pönk rokkið og post-pönkið sem þróaðist á miðjum áttunda áratuginum. Hún hafði einnig mjög mikil áhrif á þróun glysþungarokksins á níunda áratuginum þrátt fyrir að flest glysþungarokk-böndin hafi komið frá Ameríku og ekki haft mikla hugmynd um upphaf stefnunnar.

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Allmusic.com:Explore: Glam-Rock
  2. Allmusic.com:Explore: Glam-Rock
  • „Allmusic:Explore: Glam-Rock“. Sótt 15.mars 2012.