Fara í innihald

Southampton

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bargate í Southampton.

Southampton er hafnarborg í Hampshire á suðurströnd Englands norðan við Wight-eyju. Íbúar eru um 239.000 (2012). Áður fyrr var borgin helsta miðstöð skipasmíða í Englandi. Höfnin er stærsta flutningahöfn við Ermarsund og sú fjórða stærsta í Englandi. Knattspyrnulið borgarinnar heitir Southampton F.C.


  Þessi landafræðigrein sem tengist Englandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.