Fara í innihald

Avebury

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hluti ytri hringsins
Steinabrautin

Avebury er mannvirki frá nýsteinöld sem samanstendur af risasteinum, staðsett við þorpið Avebury í Wiltshire í Englandi. Það er eitt stærsta og fínasta mannvirki frá nýsteinöld í Evrópu, og er um 5.000 ára gamalt. Þó Avebury sé eldra en Stonehenge, sem liggur 32 km fyrir sunnan, er það talið vera frá sömu öldinni. Avebury er staðsett á milli bæjanna Marlborough og Calne, við veginn A4. Að breskum lögum er Avebury friðað sem Scheduled Ancient Monument og er í eigu National Trust. Það er líka á Heimsminjaskrá UNESCO.

Mannvirkið samanstendur af nokkrum hringum af risasteinum, steinabrautum (e. stone avenues) og haugum.

  Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.