Vísundur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Amerískur vísundur.
Evrópskur vísundur.
Vísundakálfar.
Hauskúpuhrúga af vísundum í lok 19.aldar.
Dreifing hjarða í Norður -ameríku.
Dreifing í Evrópu.

Vísundur er stórt klaufdýr sem lifir í Evrópu og Norður-Ameríku. Tvær tegundir vísunda eru til í nútíma: Amerískur vísundur (Bison bison) og evrópskur vísundur (Bison bonasus). Fjórar tegundir eru útdauðar. Vísundar eru stærstu landdýr Norður-Ameríku og Evrópu.

Vísundar eru grasbítar sem fara um í hjörðum. Þeir geta synt. Tarfar yfirgefa mæður sínar þriggja ára gamlir og sameinast karldýrahjörð. Í enda sumars koma hjarðir karl- og kvendýra saman og er þá fengitími. Beinabygging amerísks vísunds og evrópsks er ekki alveg eins, sá ameríski er líka loðnari.

Báðum tegundum vísunda var nær útrýmt á 19. og 20. öld með veiðum. Góður árangur hefur náðst við endurheimt stofnanna með skipulögðum aðgerðum og verndarsvæðum. Reyndar var evrópska vísundinum útrýmt með öllu í náttúrunni snemma á síðustu öld en sem betur fer voru nokkur dýr eftir í dýragörðum. Langflestir evrópsku vísundarnir lifa nú í Bialowieza skóglendinu í Póllandi. Nokkur þúsund dýr eru í Evrópu en um 75 þúsund eru í Norður-Ameríku. [1] Ekki er talið að aðstæður á Íslandi séu ákjósanlegar fyrir vísunda, þótt þeir gætu e.t.v. komist af hér um skemmri tíma. [2]

Vísundar hafa stundum verið kallaður buffalóar (buffalo) en þeir eru ekki náskyldir buffalategundum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Bison“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19.september 2016.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hver er munurinn á ameríska og evrópska vísundinum? Vísindavefurinn. Skoðað 19. september, 2016.
  2. Gætu vísundar lifað villtir í íslenskri náttúru? Vísindavefurinn. Skoðað 19. september, 2016.