Fara í innihald

Þykjustustríðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Franskur hermaður í Saarlandinu.

Þykjustustríðið (enska: Phoney War; franska: Drôle de guerre; þýska: Sitzkrieg) var átta mánaða tímabil í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar þar sem allt var með kyrrum kjörum á vesturvígsstöðvum. Aðeins ein hernaðaraðgerð átti sér stað þegar Frakkar gerðu tilraun til sóknar í Saarland. Átök styrjaldaraðila voru að mestu bundin við sjóinn.[1]

Tímabilið hófst tveimur dögum eftir innrás Þjóðverja í Pólland, sem sagt þann 3. september 1939, en þann daginn höfðu Bretar og Frakklar sagt Þjóðverjum stríð á hendur. Þetta tímabil stóð yfir þar til Orrustan um Frakkland hófst þann 10. maí 1940.[2]

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Í Bretlandi hét þetta tímabil upphaflega „Bore War“ (leiðindastríðið á íslensku). Þetta heiti var sennilega búið til í skopi og kemur frá enska heitinu yfir Búastríðið („Boer War“), sem átti sér stað tæplega fjórum áratugum áður.

Winston Churchill kallaði tímabilið „Twilight War“ (rökkurstríðið á íslensku). British Press bjó til orðið Sitzkrieg (sitjandi stríðið á íslensku) yfir tímabilið, sem var leikur að þýska orðinu Blitzkrieg.[3][4][5] Orðið varð seinna fast í sessi Þjóðverja.

Atburðarás[breyta | breyta frumkóða]

Þann 19. maí 1939 skrifuðu Maurice Gamelin og Tadeusz Kasprzycki undir hernaðarsamning milli Póllands og Frakklands. Með þeim samningi skuldbatt Frakkland sig um þrjár aðgerðir ef stríð kæmi milli Þýskalands og Póllands:

1. Frakkland skal strax hefja loftherferð samkvæmt fyrirfram ákveðinni áætlun.
2. Frakkland skal hefja sókn með einskorðu markmiði um leið og hluti franska hersins er reiðubúinn (sirka um þriðja daginn).
3. Um leið og Þýskaland sýnir fulla viðleitni til átaka gegn Póllandi skal Frakkland hefja sókn gegn Þýskalandi (frá fimmtánda degi) með megnið af sínum hermönnum.[6]

Varnaráætlun pólska hersins, Plan Zachód, gerði ráð fyrir að sókn bandamanna á vesturvígstöðvum myndi létta verulega á pólsku vígstöðvunum í austri.[7]

Margir mismunandi þættir eiga sök á tilkomu þykjustustríðsins en sérstaklega má nefna skort á sameiginlegri stefnu bandamanna. Þrátt fyrir að Frakkland hafði her margra milljóna manna til ráðstöfunar voru Frakkar ekki undir sóknarstyrjaldar búnir. Þess í stað gerði franska herkenningin fyrst og fremst ráð fyrir vörn Maginot-línunnar ef til styrjaldar kæmi. Ekki var gert ráð fyrir að skipta yfir í sókn fyrr en árið 1941.[8]

Í öllu falli hefði innrás í Þýskaland varla gerst með nokkurri von um árangur án þess að brjóta gegn hlutleysi Belgíu, sem kom ekki til greina af pólitískum ástæðum. Yfirstjórn franksa hersins mat þýska vesturvegginn (oft kölluð Siegfried-línan) nægilega sterkan til að fáar hersveitir úr herflokk C gætu haldið honum til lengri tíma, jafnvel gegn verulegum yfirburðum Frakka. Staðan var metin á nákvæmlega öfugan hátt af þýsku hliðinni. Herforingi Þjóðverja á vesturvígsstöðvum fékk það mat frá einum af hershöfðingjum sínum að þýski herinn myndi ekki standast Frakka í einn dag.[9] Franskar loftárásir á Þýskaland voru hafnaðar vegna þess að búist var við harkalegum mótárásum þýska lofthersins; þessar árásir hefðu getað haft veruleg áhrif á franskan flugvélaiðnað sem var í austurhluta landsins.

Ekki aðeins vantaði sameiginlega stefnu hjá bandamönnum, heldur var líka óljóst hvernig Lúxemborg, Belgía, Holland og Sviss gætu verið með í slíkri stefnu. Þetta var ákveðin jafnvægisleikur fyrir ríkisstjórnir þessara landa; með öllum þeim ráðstöfunum sem þurfti að grípa til í þeim tilgangi að vernda eigið land var alltaf mikilvægt draga ekki hlutleysi landsins í efa og gefa ekki ástæðu fyrir íhlutun Þjóðverja.

Austur-Þýskir sagnfræðingar túlkuðu þykjustustríðið sem framhald af friðkaupastefnu bandamanna. Að þeirra mati var ætlunin sú að beita yfirgangi Þjóðverja gegn Sovétríkjunum.[10]

Á þýsku hliðinni gilti Führerbefehl (leiðtogaskipun á íslensku) Adolfs Hitlers dagsett 31. ágúst 1939:[11]

Fyrir vestan er mikilvægt að láta ábyrgðina á því að hefja átök hvíla á Englandi og Frakklandi. Til að byrja með verður að bregðast við minniháttar landamærabrotum eingöngu á staðnum. Ekki má fara yfir þýsku vesturlandamærin á neinum tímapunkti nema með skýlausu leyfi mínu.

Eftirmáli[breyta | breyta frumkóða]

Á Nürnberg-réttarhöldunum sagði þýski hershöfðinginn Alfred Jodl að ástæðan fyrir því að Þriðja ríkið hafi ekki hrunið árið 1939 væri vegna þess að tæplega 110 breskar og franskar herdeildir í vestri voru algjörlega aðgerðarlausar gegn 23 þýskum herdeildum.[12] Siegfried Westphal hershöfðingi sagði að ef Frakkar hefðu hleypt til sóknar gegn Þjóðverjum í september 1939 hefði þýski herinn "aðeins getað haldið út í eina eða tvær vikur".[13]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Gunnar Karlsson; Sigurður Ragnarsson (2021). Nýir tímar. Forlagið. bls. 243. ISBN 9789979337010.
  2. Imlay, Talbot Charles (2004). „A reassessment of Anglo-French strategy during the Phoney War, 1939–1940“. English Historical Review. 119 (481): 333–372. doi:10.1093/EHR/119.481.333.
  3. Dunstan, Simon (20. nóvember 2012). Fort Eben Emael: The key to Hitler's victory in the west. Osprey Publishing. bls. 33. ISBN 978-1-78200-692-3. OCLC 57638821. „Accordingly, the Allies first devised Plan E whereby they would advance into Belgium as far as the Scheldt River, but after months of inactivity that the British press termed "sitzkrieg," a bolder Plan D emerged that called for an advance as far as the Dyle River, a few miles east of Brussels.“[óvirkur tengill][óvirkur tengill]
  4. Patricia S. Daniels; Stephen Garrison Hyslop; Douglas Brinkley (2006). National Geographic Almanac of World History. National Geographic Society. bls. 297. ISBN 978-0-7922-5911-4. Sótt 10. september 2015. „The invasion of France brought France and Britain into the war. For more than six months, the two sides sat idle — the British press called it Sitzkrieg — as Germany sought to avoid war with Britain without ceding Poland. With war unavoidable, the Germans attacked France on May 10, 1940.“
  5. Bert Whyte; Larry Hannant (2011). Champagne and Meatballs: Adventures of a Canadian Communist. Edmonton: Athabasca University Press. bls. 17. ISBN 978-1-926836-08-9. OCLC 691744583. Sótt 10. september 2015. „When, on September 1, 1939, Germany invaded Poland, which Britain had pledged to defend, Britain declared war. But it did nothing to help Poland; for eight months, the conflict remained strictly the "Phoney War." In May 1940, in what the British press had taken to calling the "sitzkrieg" became a German blitzkrieg throughout Western Europe, Hitler-colluder-with-Chamberlain was replaced by Hitler-antagonist-of-Winston Churchill.“
  6. Walther Hofer (1960). Die Entfesselung des zweiten Weltkrieges. Eine Studie über die internationalen Beziehungen im Sommer 1939 (þýska). bls. 172.
  7. Seidner, Stanley S. (1978). Marshal Edward Śmigły-Rydz Rydz and the Defense of Poland. New York. bls. 89–91. OCLC 164675876.
  8. Jean Doise; Maurice Vaïsse (1991). Diplomatie et outil militaire 1871–1991 (franska). bls. 396, 416.
  9. Thomas Sowell (2009). Intellectuals and Society (enska). bls. 319.
  10. Andreas Dorpalen (1985). German History in Marxist Perspective. The East German Approach (enska). bls. 436.
  11. Rolf Wittenbrock (1999). Geschichte der Stadt Saarbrücken (þýska). bls. 256.
  12. „Trial of the Major War Criminals before the International Military Tribunal“ (PDF). Library of Congress. Nüremberg. 1948. bls. 350. Afrit (PDF) af uppruna á 18. júlí 2023. Sótt 29. desember 2017.
  13. "France Falls". The World at War. Thames TV (1973).