Álandseyjar
Åland Ahvenanmaa | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Þjóðsöngur: Ålänningens sång | |
![]() | |
Höfuðborg | Maríuhöfn |
Opinbert tungumál | sænska |
Stjórnarfar | Sjálfstjórnarhérað
|
Forsætisráðherra | Veronica Thörnroos |
Landstjóri | Peter Lindbäck |
Sjálfstjórnarhérað | innan Finnlands |
- Heimastjórn | 7. maí 1920 |
- Álandseyjasamningurinn | 20. október 1921 |
- Héraðsþing | 9. júní 1922 |
Evrópusambandsaðild | 1. janúar 1995 |
Flatarmál - Samtals |
1.580 km² |
Mannfjöldi - Samtals (2020) - Þéttleiki byggðar |
30.129 19,07/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2007 |
- Samtals | 1,563 millj. dala |
- Á mann | 55.829 dalir |
VÞL (2017) | 0.900 |
Gjaldmiðill | evra € |
Tímabelti | UTC+2 (UTC+3 á sumrin) |
Þjóðarlén | .ax |
Landsnúmer | +358 18 |
Álandseyjar eða Áland (sænska Åland; finnska Ahvenanmaa) eru sjálfstjórnarsvæði undir finnskum yfirráðum á Eystrasalti mitt á milli Svíþjóðar og Finnlands. Álandseyjar telja í heildina um 6.500 eyjar og sker en hinir sænskumælandi íbúar búa langflestir á stærstu eynni, Fasta Åland. Það var samkvæmt ákvörðun Þjóðabandalagsins árið 1921 sem Álandseyjar fengu sjálfsstjórn en áður höfðu íbúar eyjanna sóst eftir því að segja skilið við Finnland og verða hluti af Svíþjóð.
Sumir Álandseyingar vilja kljúfa sig frá Finnlandi og gerast sjálfstætt land. Stjórnmálaflokkurinn Ålands Framtid eða Framtíð Álandseyja berst hart fyrir því og hlaut 1.069 atkvæði (8,1 %) í þingkosningunum á Álandseyjum 2007 og fékk 2 þingmenn af 30.
Stjórnsýsla[breyta | breyta frumkóða]
Stjórn Álandseyja er í höndum landshlutastjórnar sem ber ábyrgð gagnvart lögþingi Álandseyja. Landstjóri er fulltrúi finnsku ríkisstjórnarinnar. Að auki eiga Álandseyjar einn fastan fulltrúa á finnska þinginu.
Sveitarfélög[breyta | breyta frumkóða]
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- Tölfræðiupplýsingar um Álandseyjar á Norden.org[óvirkur tengill]
- „Hvað getur þú sagt mér um Álandseyjar?“ á Vísindavefnum
- „Hvaða landi tilheyra Álandseyjar?“ á Vísindavefnum