Fara í innihald

ISBN

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá ISBN (identifier))
ISBN númer.

ISBN (skammstöfun fyrir enska heitið „International Standard Book Number“) er alþjóðlegur staðall til að einkenna bækur og er ætlað allri almennri bókaútgáfu. ISBN kerfið var upphaflega skapað í Bretlandi af bókabúðakeðjunni W H Smith árið 1966 og var þá kallað „Standard Book Numbering“ eða SBN. Það var tekið upp sem alþjóðastaðallinn ISO 2108 árið 1970. Svipað einkenniskerfi, ISSN („International Standard Serial Number“), er notað fyrir tímarit.

Yfirlit[breyta | breyta frumkóða]

Allar útgáfur og afbrigði (nema endurprentanir) af prentaðri bók fá sérstakt ISBN númer. Það getur verið 10 eða 13 tölustafa langt og skiptist í fjóra eða fimm hluta:

  1. ef það er 13-tölu ISBN, þá hefst röðin á EAN kóda, annaðhvort 978 eða 979,
  2. útgáfuland eða tungumálanúmer,
  3. útgefandi,
  4. einingarnúmer, og
  5. prófsumma.

Hinir mismunandi hlutar geta haft mismunandi lengd. þeir eru oftast aðskildir með bandstriki.

Landsnúmerið er 0 eða 1 fyrir enskumælandi lönd, 2 fyrir frönskumælandi, 3 fyrir þýskumælandi og svo framveigis. Til dæmis er landsnúmer Íslands er 9979. Sjá allan listan Geymt 22 júlí 2009 í Wayback Machine.

Útgefandi fær númer frá skrifstofu ISBN í sínu landi og velur sjálfur einingarnúmerið.