Huddersfield

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Borgin séð frá Castel Hill.
Kirkja heilags Péturs.

Huddersfield er borg í Vestur-Yorkshire, Englandi. Borgin liggur milli Leeds og Manchester, á mótum fljótanna Colne og Holme, og í hæðóttu landsvæði við rætur Pennínafjalla. Íbúar voru um 163.000 árið 2011.

Huddersfield var með hlutverk í iðnbyltingunni og eru þar byggingarminjar frá Viktoríutímabilinu. Í borginni eru háskóli (University of Huddersfield) og tækniháskóli (Huddersfields Technical College).

Helstu íþróttalið borgarinnar eru rúgbýliðið Huddersfield Giants (stofnað 1895) og Huddersfield Town (stofnað 1908) sem spilar í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2017-2018.

Harold Wilson forsætisráðherra Bretlands 1974-1976 fæddist í borginni.