Mön (Írlandshafi)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Ellan Vannin
Isle of Man
Fáni Manar Skjaldamerki Manar
(Fáni Manar) (Skjaldarmerki Manar)
Kjörorð: Quocunque Jeceris Stabit
Þjóðsöngur: O Land of Our Birth
Staðsetning Manar
Höfuðborg Douglas
Opinbert tungumál enska, manska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn
Elísabet 2.
Adam Wood
Allan Bell

Krúnunýlenda

 

 - Undir bresku krúnunni 1765 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
196. sæti
572 km²
0
Mannfjöldi
 • Samtals (2011)
 • Þéttleiki byggðar
203. sæti
84.497
148/km²
VLF (KMJ)
 • Samtals
 • á mann
áætl. 2010
2,113 millj. dala (162. sæti)
53.800 dalir (11-12. sæti)
Gjaldmiðill sterlingspund
Tímabelti UTC/+1
Þjóðarlén .im
Landsnúmer +44

Mön er eyja í Írlandshafi í miðjum Bretlandseyjaklasanum. Hún er í konungssambandi við Bretland en nýtur fullrar sjálfstjórnar varðandi flesta hluti og telst ekki vera hluti af Bretlandi. Löggjafarþing eyjunnar, Tynwald, hefur starfað óslitið frá því í kringum 978. Lávarður Manar er þjóðhöfðingi eyjarinnar en titillinn er hluti af titlum Bretadrottningar, Elísabetar 2. Landstjóri Manar fer með vald hennar á eyjunni en ríkisstjórn Bretlands fer með utanríkis- og varnarmál. Íbúar eyjarinnar eru nefndir Manverjar á íslensku.

Eyjan hefur verið byggð frá því fyrir 6500 f.Kr. Mön er ein af sex þjóðum kelta og manska, sem er gelískt mál, kom fram á sjónarsviðið á 5. öld. Játvin af Norðymbralandi lagði eyjuna undir sig árið 627. Á 9. öld settust norrænir menn að á eyjunni. Mön varð síðan hluti af Konungsríki Manar og eyjanna sem náði yfir Suðureyjar og Mön. Magnús berfættur Noregskonungur bar þannig titilinn „konungur Manar og eyjanna“. Árið 1266 varð eyjan hluti af Skotlandi samkvæmt Perth-samningnum. Eftir tímabil þar sem ýmist Skotakonunga eða Englandskonungar fóru með völd á eyjunni varð hún lén undir ensku krúnunni árið 1399. Lávarðstitillinn gekk til bresku krúnunnar árið 1765 en eyjan varð þó aldrei hluti af Breska konungdæminu, heldur hélt sjálfstæði sem krúnunýlenda.

Á eyjunni búa rúmlega 80 þúsund manns. Manska dó út sem móðurmál á eyjunni um 1974 og nú tala hana aðeins um 100 manns. Eyjan er skattaskjól með fáa og lága skatta. Undirstaða efnahagslífs eyjarinnar eru aflandsbankaþjónusta, iðnaður og ferðaþjónusta.


Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.