Offa af Mersíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af Offa frá handriti

Offa af Mersíu var konungur engilsaxneska konungsríkisins Mersíu, sem var í miðhluta Englands, frá 757 til dauðadags í júlí 796. Offa var sonur Thingfriths og afkomandi Eowa, bróður Penda af Mersíu, sem hafði stjórnað Mersíu allt að einni öld fyrr.

Offa kom til ríkis eftir borgarastríðið sem fylgdi í kjölfar dauða Æthelbalds, þar sem hann sigrað Beornred, sem einnig hafði gert tilkall til krúnunnar. Snemma á ríkisárum Offa er talið að hann hafi styrkt stjórn sína yfir þeim þjóðum sem byggðu miðhéröð Englands, það er að segja Hwicce og Magonsæte. Árið 762 notfærði hann sér ófrið í konungsríkinu Kent til að leggja það undir sig. Einhverntíma fyrir 771 náði hann yfirráðum í konungsríkinu Sussex, en í báðum ríkjunum mætti stjórn hans mótstöðu. Um 1780 tókst honum að ná undir sig meginhluta Suður-Englands og myndaði svo bandalag við Beorhtric af Wessex sem giftist dóttur Offa, Eadburh. Offa náði á ný stjórn yfir Suðaustur-Englandi og varð lénsherra Austur-Anglíu. Hann lét afhöfða Æthelberht 2. af Austur-Anglíu árið 794, mögulega af því hann gerði uppreisn gegn Offa.

Offa var kristinn konungur en átti í deilum við kirkjuna, sérstaklega við Jaenberht erkibiskup af Kantaraborg.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Beornred
Konungur Mersíu
(757 – 796)
Eftirmaður:
Ecgfrith


  Þessi Englandsgrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.