Fara í innihald

Wolverhampton

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útlínur Wolverhampton.
Wightwick Manor.
Queen square.

Wolverhampton (borið fram [ˌ/wʊlvərˈhæmptən/]) er borg í Vestur-Miðhéruðum á Englandi. Árið 2017 var íbúafjöldinn um það bil 256.000 manns. Hún er þrettánda þéttbyggðasta borg Englands.

Áður var Wolverhampton hluti af Staffordshire en hefur verið hluti Vestur-Miðhéraða frá árinu 1974. Nafn borgarinnar á hugsanlega rætur sínar í frú Wulfrun sem á að hafa stofnað borgina árið 985; nafnið er talið hafa ummyndast úr engilsaxneska orðinu Wulfrūnehēantūn sem þýðir „landareign eða gerði Wulfrunar“. Aðrar kenningar vilja meina að það gæti verið komið af nafni á mersískum konungi sem hét Wulfere. Nafnið „Wulfruna“ er notað víða í borginni.

Nafnið er oft stytt sem W’ton eða Wolves. Slagorð borgarinnar er „Out of darkness, cometh light“ (þýð. Úr myrkri rís ljós). Íbúar Wolverhampton nefnast Wulfrunians.

Wolverhampton sérhæfði sig upphaflega í ullarverslun, en með iðnbyltingunni varð borgin þekkt sem miðstöð iðnaðar, og þá helst fyrir námugröft (aðallega kol, kalkstein og járn) og fyrir framleiðslu á stáli, japanlakki, lásum, mótorhjólum og bifreiðum. Núna eru höfuðatvinnugreinarnar heilsutengdar atvinnugreinar, framleiðsla og þjónusta.

Knattspyrnulið borgarinnar er Wolverhampton Wanderers F.C. og er í ensku úrvalsdeildinni.

  Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.