Kol

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Kolamoli.

Kol er setberg aðallega gert úr kolefni og kolvatnsefni ásamt öðrum efnum, þar á meðal brennisteini. Kol er jarðefnaeldsneyti sem oft er tengt iðnbyltingunni og er enn í dag mesta uppspretta raforku á jörðinnni. Kolavinnsla er í dag mest í Kína en þar á eftir koma Bandaríkin, Indland og Ástralía. Kol er að langmestu leyti notuð til eldsneytis í því landi sem þau eru unnin og heimsverslun með kol er ekki mikil.


Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.