Tyne-á

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árbakkinn í Newcastle

Tyne-á er á í Norðvestur-Englandi. Áin myndast þar sem Norður-Tyne, sem rennur frá landamærum Skotlands, kemur saman við Suður-Tyne, sem rennur frá Cumbria, nærri Hexham í Norðymbralandi. Hún rennur svo 200 mílur (321,8km) til sjávar við bæina South Shields og Tynemouth. Á leið sinni rennur hún framhjá borginni Newcastle upon Tyne og bæjunum Gateshead, Hebburn og Jarrow.

Áin rennur um stórt kolanámusvæði og var því mikilvæg flutningsleið kola frá 13. öld fram yfir miðja 20. öld. Við ármynnið voru stórar skipasmíðastöðvar á 19. og 20. öld og neðri hluta árinnar var breytt mikið á þeim tíma.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.