28. ágúst
Útlit
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2024 Allir dagar |
28. ágúst er 240. dagur ársins (241. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 125 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 475 - Orestes, yfirmaður hers Vestrómverska ríkisins, tók völdin í ríkinu og Julius Nepos keisari flúði í útlegð til Dalmatíu.
- 1297 - Játvarður 1. Englandskonungur gerði misheppnaða innrás í Flæmingjaland.
- 1481 - Jóhann 2. varð konungur Portúgals eftir lát föður síns, Alfons 5. Hann hafði þó í raun stýrt ríkinu frá 1477, þegar faðir hans gekk í klaustur.
- 1607 - Páll 5. páfi úrskurðaði að bæði molinismi jesúíta og tómismi dóminíkana rúmuðust innan kenninga kirkjunnar og bannaði um leið allar deilur um guðlega náð.
- 1609 - Henry Hudson uppgötvaði Delawareflóa.
- 1619 - Ferdinand 2. var kjörinn keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
- 1648 - Annað enska borgarastríðið: Konungssinnar gáfust upp fyrir þinghernum í Colchester.
- 1752 - Turnspíra Frelsarakirkjunnar í Kaupmannahöfn var vígð.
- 1818 - Landsbókasafn Íslands var stofnað undir heitinu Íslands stiftis bókasafn.
- 1850 - Óperan Lohengrin eftir Richard Wagner frumsýnd.
- 1907 - Póstfyrirtækið American Messenger Company, síðar United Parcel Service, var stofnað í Seattle í Bandaríkjunum.
- 1913 - Friðarhöllin í Haag var formlega opnuð.
- 1915 - Fyrsta bílslysið á Íslandi sem leiddi til dauðsfalls.
- 1927 - Ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar tók við völdum og sat í tæp fimm ár.
- 1963 - Martin Luther King, Jr. flutti fræga ræðu á tröppum Abraham Lincoln-minnismerkisins.
- 1967 - Tólf manna áhöfn Stíganda frá Ólafsfirði var bjargað eftir rúmlega fjögurra sólarhringa hrakninga í björgunarbát. Stígandi sökk á síldarmiðunum 700 mílur norður í höfum og varð þetta slys til þess að tilkynningaskyldunni var komið á laggirnar.
- 1969 - Kólumbíska sjónvarpsstöðin Caracol Televisión var stofnuð.
- 1971 - Hróarskelduhátíðin var sett í fyrsta skipti.
- 1974 - Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum og Geir Hallgrímsson varð forsætisráðherra.
- 1981 - Hallgrímur Marinósson lauk ferð sinni umhverfis landið á tíunda degi, en hann ók aftur á bak alla leiðina.
- 1981 - Her Suður-Afríku gerði innrás í Angóla.
- 1982 - Pönktónleikarnir Melarokk voru haldnir í Reykjavík.
- 1984 - Fjölmiðlafyrirtæki Berlusconis Fininvest keypti sjónvarpsstöðina Rete 4.
- 1985 - Fyrsta reykingabannið í Bandaríkjunum var sett í öllum veitingastöðum í Aspen í Colorado.
- 1986 - Útvarpsstöðin Bylgjan hóf útsendingar, fyrsta stöðin eftir að einkaréttur Ríkisútvarpsins var afnuminn.
- 1988 - Skriðuföll urðu á Ólafsfirði eftir miklar rigningar og urðu tvö hundruð manns að rýma hús sín. Mikið tjón varð á mannvirkjum en ekki slys á fólki.
- 1988 - Þrjár af flugvélum ítalska listflugshópsins Frecce Tricolori rákust saman yfir Ramstein-flugstöðinni. Ein þeirra hrapaði á áhorfendur með þeim afleiðingum að 75 létust.
- 1993 - Ong Teng Cheong varð fyrsti forseti Singapúr sem kosinn var í almennum kosningum.
- 1996 - Karl Bretaprins og Díana prinsessa skildu.
- 2002 - Baugsmálið: Húsleit var gerð í höfuðstöðvum Baugs af efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra.
- 2006 - Um milljón manns mótmæltu fyrirhugaðri atvinnulöggjöf í Frakklandi.
- 2007 - Abdullah Gül var kjörinn forseti Tyrklands.
- 2009 - Umdeild lög um ríkisábyrgð vegna milliríkjadeilna sem kenndar eru við Icesave voru samþykkt á Alþingi.
- 2010 - 190 km löng járnbraut, Botniabanan, var vígð í Norður-Svíþjóð eftir 11 ára framkvæmdir.
- 2011 - Fellibylurinn Írena gekk yfir New York-borg.
- 2014 - Recep Tayyip Erdoğan varð forseti Tyrklands.
- 2022 - Flóðin í Pakistan 2022: Pakistan lýsti yfir loftslagshörmungum þegar tala látinna vegna flóða fór yfir 1000.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 32 - Otho, keisari Rómar (d. 69).
- 933 - Ríkharður 1. af Normandí (d. 996).
- 1592 - George Villiers, hertogi af Buckingham (d. 1628).
- 1706 - Jan Bouman, hollenskur arkitekt (d. 1776).
- 1749 - Johann Wolfgang von Goethe, þýskt skáld (d. 1832).
- 1838 - Torfi Bjarnason, skólastjóri í Ólafsdal (d. 1915).
- 1895 - Friðþjófur Thorsteinsson, knattspyrnumaður, þjálfari og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 1967).
- 1906 - John Betjeman, enskt skáld (d. 1984).
- 1911 - Joseph Luns, hollenskur stjórnmálamaður (d. 2002).
- 1924 - Karl Guðmundsson, íslenskur leikari.
- 1931 - Shunichiro Okano, japanskur knattspyrnumaður (d. 2017).
- 1940 - Ken Jenkins, bandarískur leikari.
- 1963 - Hjálmar Hjálmarsson, íslenskur leikari.
- 1964 - Kaj Leo Holm Johannesen, lögmaður Færeyja.
- 1965 - Shania Twain, kanadísk söngkona.
- 1969 - Jason Priestley, kanadískur leikari.
- 1969 - Jack Black, bandarískur leikari.
- 1984 - Paula Fernandes, brasilísk söngkona.
- 1987 - Daigo Nishi, japanskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 430 - Heilagur Ágústínus frá Hippó (f. 354).
- 1026 - Ríkharður 2. af Normandí (f. 970).
- 1533 - Atahualpa, Inkahöfðingi í Perú, kyrktur að boði Francisco Pizarro.
- 1645 - Hugo Grotius, hollenskur lögspekingur (f. 1583).
- 1654 - Axel Oxenstierna, ríkiskanslari Svíþjóðar (f. 1583).
- 1946 - Danuta Siedzikówna, pólsk hjúkrunarkona (f. 1928).
- 1958 - Halldór Hermannsson, prófessor og bókavörður við Fiske-safnið í Cornell-Háskóla (f. 1878).
- 1981 - Magnús Kjartansson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1919).
- 1984 - Múhameð Naguib, forseti Egyptalands (f. 1901).
- 1995 - Michael Ende, þýskur rithöfundur (f. 1929).
- 2008 - Sigurbjörn Einarsson, íslenskur biskup (f. 1911)).
- 2020 – Chadwick Boseman, bandarískur leikari (f. 1976).