Shania Twain

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Shania Twain

OC
Twain árið 2020
Fædd
Eilleen Regina Edwards

28. ágúst 1965 (1965-08-28) (58 ára)
Störf
 • Söngvari
 • lagahöfundur
Ár virk1993 – í dag
MakiFrédéric Thiébaud (g. 2011)
Börn1
Tónlistarferill
UppruniTimmins, Ontario, Kanada
Stefnur
Útgefandi
Vefsíðashaniatwain.com

Eilleen Regina „Shania“ Twain (f. 28. ágúst 1965 sem Eilleen Regina Edwards) er kanadísk söngkona og lagahöfundur. Hún hefur selt yfir 100 milljón hljómplötur sem gerir hana að söluhæstu sveitasöngkonu allra tíma.[1] Hún ólst upp í Timmins, Ontario og byrjaði ung að syngja. Í upphafi 10. áratugsins skrifaði hún undir hjá Mercury Nashville Records þar sem hún gaf út fyrstu plötuna sína. Önnur platan hennar, The Woman in Me (1995), hlaut miklar vinsældir og seldist í 20 milljón eintökum. Þriðja breiðskífan, Come On Over (1997), varð mest selda plata sögunnar sem söngkona hefur sent frá sér með yfir 40 milljón sölur um allan heim.[2] Twain hlaut fjögur Grammy-verðlaun fyrir hana.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

 • Shania Twain (1993)
 • The Woman in Me (1995)
 • Come On Over (1997)
 • Up! (2002)
 • Now (2017)
 • Queen of Me (2023)

Safnplötur[breyta | breyta frumkóða]

 • The Complete Limelight Sessions (2003)
 • Greatest Hits (2004)
 • Not Just a Girl (The Highlights) (2022)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Gordinier, Jeff (8. nóvember 2002). „Shania Twain Does Not Believe in Tears“. Entertainment Weekly. Afrit af uppruna á 25. september 2011. Sótt 4. mars 2011.
 2. „Biggest-selling studio album by a female solo artist“. Guinness World Records (bresk enska). Sótt 28. desember 2021.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.