Hjálmar Hjálmarsson
Hjálmar Hjálmarsson (fæddur 28. ágúst 1963) er íslenskur leikari. Hann er meðal annars þekktur fyrir ekki-fréttamanninn Hauk Hauksson. Hann lék Einar blaðamann í sjónvarpsþáttunum Tími Nornarinnar (2011) og Krumma í sjónvarpseríunum Hæ Gosi. Hjálmar hefur leikstýrt fjölda útvarpsleikrita, stjórnað útvarps og sjónvarpsþáttum og leikið mörg hlutverk á sviði. Hann hefur einnig talsett fjölda teiknimynda fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Meðal þeirra má nefna Shrek, Pó í Kung Fu Panda, Grettir (Garfield), Rex í Toy Story, Piglet í Winnie the Poo, Wallace í Wallace and Gromit, Marel í Leitin að Nemo, Ralph í Wreck'it Ralph og Scrooge í Jólaævintýri Dickens. Hann var á framboðslista Borgarahreyfingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar 2009 en náði ekki kjöri. 2010 var Hjálmar kjörinn í bæjarstjórn Kópavogs fyrir hönd NæstBestaFlokksins.
Salka Sól Eyfeld, tónlistarkona, er dóttir hans.
Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Kvikmynd/Þáttur | Hlutverk | Athugasemdir og verðlaun |
---|---|---|---|
1988 | Foxtrot | Sjoppugengi | |
Áramótaskaupið 1988 | |||
1990 | Sérsveitin laugarnesvegi 25 | ||
Áramótaskaupið 1990 | |||
1991 | Áramótaskaupið 1991 | ||
1992 | Áramótaskaupið 1992 | ||
Sódóma Reykjavík | |||
1993 | Limbó | ||
Stuttur Frakki | Rúnar | ||
Áramótaskaupið 1993 | |||
1994 | Áramótaskaupið 1994 | ||
2000 | Ikíngut | Fangavörður | |
2001 | Áramótaskaupið 2001 | ||
2002 | Stella í framboði | Ólafur Harðarson | |
2003 | Leben wäre schön | Erlendur | |
Opinberun Hannesar | |||
Áramótaskaupið 2003 | |||
2006 | Áramótaskaupið 2006 | ||
2007 | Stóra planið | Sveinbjörn |