Sela Ward

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sela Ward
Sela Ward
Sela Ward
Upplýsingar
FæddSela Ann Ward
11. júlí 1956 (1956-07-11) (67 ára)
Ár virk1983 -
Helstu hlutverk
Jo Danville í CSI: NY
Lily Manning í Once and Again
Theodora ´Teddy´ Reed Margolis Falconer Sorenson í Sisters

Sela Ward (fæddur Sela Ann Ward, 11. júlí 1956) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í CSI: NY, Once and Again og Sisters.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Ward fæddist í Meridian, Mississippi í Bandríkjunum. Stundaði nám í listum og auglýsingum við Alabamaháskólann.[1]

Fluttist til New York eftir nám til að vinna hjá auglýsingastofu en var stuttu seinna uppgvötuð sem fyrirsæta. Ward vann sem fyrirsæta í nokkrum auglýsingum áður en hún fluttist til Los Angeles til að vinna sem leikkona.

Ward er meðlimur Chi Omega kvenfélagsins og Phi Beta Kappa heiðursfélaginu.

Eftir að hafa hitt tvö fósturbörn árið 1997 í Mississippi,[2] ákvað Ward að víkka sjóndeildarhringinn gagnvart misnotuðum börnum með því að stofna sjóðinn Hope Village for Children sem styður neyðarheimili fyrir börn sem eru að bíða eftir fósturheimili. Heimilið er staðsett í heimabæ Ward í Meridian sem var opnað í janúar árið 2002 og getur tekið 44 börn í einu eða um 200 börn á ári.[3]

Ward gaf út sjáflsævisögu sína, Homesick: A Memoir árið 2002.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta hlutverk Ward var í kvikmyndinni The Man Who Love Women frá árinu 1983 með Burt Reynolds. Síðan þá hefur Ward komið fram í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Fyrst hlutverk Ward í sjónvarpi var í Emerald Point N.A.S. frá 1983.

Árið 1991 þá var Ward ráðin til þess að leika í sjónvarpsþættinum Sisters sem Theodora „Teddy“ Reed Margolis Falconer Sorenson sem hún var hluti af til ársins 1996.

Árið 1999 þá var Ward ráðin til þess að leika í sjónvarpsþættinum Once and Again sem Lily Manning.

Árið 2010 þá var Ward ráðin til þess að leika í CSI: NY sem Jo Danville.

Ward var upprunalega boðin hlutverk Megan Donner í CSI: Miami og Susan Mayer í Desperate Housewives sem hún afþakkaði í bæði skiptin. Ástæðan er að Ward vildi ekki vera í klukkutíma löngum þætti sem myndi taka tíma frá fjölskyldunni.[4]

Ward hefur komið í kvikmyndum á borð við: Steele Justice, The Fugitive, 54, The Day After Tomorrow og The Stepfather.

Ward hefur verið gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við: L.A. Law, Double Jeapardy, Frasier og House.

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1983 The Man Who Loved Women Janet Wainwright
1985 Rustler´s Rhapsody Dóttir ofurstans
1986 Nothing in Common Cheyl Ann Wayne
1987 Steele Justice Tracy
1987 Hello Again Kim Lacey
1993 The Fugitive Helen Kimble
1996 My Fellow Americans Kaye Griffin
1998 54 Billie Auster
1999 Runaway Bride Sæt kona á barnum
1999 The Reef Anna Leath
2002 The Badge Carla Hardwick
2004 Dirty Dancing: Havana Nights Jeannie Miller
2004 The Day After Tomorrow Dr. Lucy Hall
2006 The Guardian Helen Randall
2009 The Stepfather Susan Harding
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1983-1984 Emerald Point N.A.S. Hilary Adams 22 þættir
1985 I Had Three Wives Emily Þáttur: ´Til Death Do Us Part
1986 Hotel Isabel Atwood Þáttur: Hornet´s Nest
1986-1987 L.A. Law Lynette Pierce 2 þættir
1987 Night Court Heather Þáttur: Christine´s Friend
1987 Cameo by Night Jennifer / Cameo Sjónvarpsmynd
1987 The King of Love Annie Larkspur Sjónvarpsmynd
1991 Grapes of Wrath Tom Joad Sjónvarpsmynd
1989 Bridesmaids Caryl Sjónvarpsmynd
1989 The Haunting of Sarah Hardy Sarah Hardy Sjónvarpsmynd
1990 Christine Cromwell Toni Cerreta Þáttur: In Vito Veritas
1990 Rainbow Drive Laura Demming Sjónvarpsmynd
1991 Child of Darkness, Child of Light Systir Anne Sjónvarpsmynd
1992 Double Jeopardy Karen Hart Sjónvarpsmynd
1993 Killer Rules Dorothy Wade Sjónvarpsmynd
1995 Almost Golden: The Jessica Savitch Story Jessica Savitch Sjónvarpsmynd
1991-1996 Sisters Theodora ´Teddy´ Reed Margolis Falconer Sorenson 127 þættir
1997 The 19th Annual CableAce verðlaunin Sjónvarp
1997 Frasier Kelly Easterbrook, Sundfatamótel Þættir: Frasier´s Imaginary Friend
1997 Rescuers: Stories of Courage – Two Women Marie-Rose Gineste Sjónvarpsmynd
1998 The New Batman Adventures Dagatals stúlkan Þáttur: Mean Seasons
2000 Catch a Falling Star Sydney Clark sem Cheryl Belson Sjónvarpsmynd
1999-2002 Once and Again Lily Manning 63 þættir
2004 Suburban Madness Bobbi Bacha Sjónvarpsmynd
2005-2006 House Stacy Warner 9 þættir
2010- CSI: NY Jo Danville 21 þættir

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

CableACE verðlaunin

Emmy verðlaunin

Golden Globe verðlaunin

 • 2002: Tilnefnd sem besta leikkona í drama seríu fyrir Once and Again.
 • 2001: Verðlaun sem besta leikkona í drama seríu fyrir Once and Again.
 • 2000: Tilnefnd sem besta leikkona í drama seríu fyrir Once and Again.
 • 1994: Tilnefnd sem besta leikona í drama seríu fyrir Sisters.

Satellite verðlaunin

 • 2002: Tilnefnd sem besta leikkona í drama seríu fyrir Once and Again.
 • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í drama seríu fyrir Once and Again.

Screen Actors Guild verðlaunin

Tv Guide verðlaunin

 • 2001: Tilnefnd sem besta leikkona í drama seríu fyrir Once and Again.
 • 2000: Tilnefnd sem besta leikkona í nýrri seríu fyrir Once and Again.

Television Critics Association verðlaunin

 • 2000: Tilnefnd fyrir einstaklings afrek í drama seríu fyrir Once and Again.

Viewers for Quality Television verðlaunin

 • 2000: Verðlaun sem besta leikkona í drama seríu fyrir Once and Again.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. nóvember 2006. Sótt 6. apríl 2011.
 2. Guideposts Magazine. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. september 2007. Sótt 26. desember 2021.
 3. Hope Village for Children
 4. „Why Sela Ward won't return to television“[óvirkur tengill]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]