Jafnrétti
Útlit
Jafnrétti er það ástand þar sem allir einstaklingar í ákveðnu samfélagi eða hóp eru jafnir og hafa sömu stöðu. Margir þættir spila saman í að tryggja einstaklingi jafnrétti, en það byggist meðal annars á jöfnum borgaralegum réttindum, tjáningarfrelsi, eignarrétti og jöfnum aðgangi að vörum og þjónustu. Jafnrétti nær til allra innan tiltekins samfélags, og veitir öllum sömu möguleika og skyldur. Til þess að haldið sé utan um jafnréttisástand er krafið afnáms lögskyltrar stéttaskiptingar og mismununar fólks á grunni óumbreytanlegra eiginleika vitundar þess. Sem dæmi um slíka eiginleika má nefna kyn, aldur, kynþátt, kynhneigð, kynvitund, stétt, móðurmál, trúarbrögð, heilsuástand og fötlun.