Fara í innihald

ISO 4217

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

ISO 4217 er alþjóðlegur staðall sem skilgreinir þriggja stafa kóða gjaldmiðla og er gefinn út af Alþjóðlegu staðlastofnuninni.

ISO 4217 kóðar eru í almennri notkun af bönkum og kaupsýslu yfir allan heim. Í mörgum löndum eru kóðar algengra gjaldmiðla það vel þekktir að þegar gengi þeirra er birt, í blöðum og af bönkum, er einungis notast við þessa kóða (í stað þess að þýða nöfn þeirra eða notast við tvíræð gjaldeyrismerki).

Skilgreining

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrstu tveir stafir kóðans eru tveir stafir ISO 3166-1 (alpha-2) landsnúmeranna, og sá þriðji er yfirleitt fyrsti stafur gjaldmiðilsins sjálfs. Þannig að gjaldmiðilskóði Japans er, til dæmis, JPY — þar sem JP stendur fyrir Japan og Y fyrir jen (enska: yen). Þetta kemur í veg fyrir vandamál sem stafar af því að nöfnin dollar, franki og pund eru notuð af tugum landa, og hafa oft gríðarlega misjöfn verðgildi. Einnig, ef að gjaldmiðill er endurmetinn, er síðasta staf gjaldmiðilskóðanum breytt til að greina hann frá gamla gjaldmiðlinum. Í sumum tilfellum notast þriðji stafurinn við fyrsti stafinn í orðinu „nýr“ í tungumáli þess lands sem að gjaldmiðillinn heyrir til. Sem dæmi um þetta er Mexíkanski pesetinn (MXN) og Tyrkneska líran (TRY).

Einnig skilgreinir þessi staðall þriggja tölustafa talnakóða fyrir hvern gjaldmiðil, á sama veg og til er þriggja stafa talnakóði fyrir hvert land sem hluti af ISO 3166.

ISO 4217 inniheldur ekki engöngu kóða fyrir gjaldmiðla, heldur einnig verðmæta málma (gull, silfur, palladín og platína; mælt samkvæmt troyesúnsu einingum) og aðrar einingar, eins og til dæmis Sérstök dráttarréttindi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (XDR). Einnig eru sérstakir kóðar úthlutaðir fyrir prófanir (XTS), og til að gefa til kynna að engin gjaldmiðilsfærsla hafi átt stað (XXX). Þessi tákn byrja öll á stafinum „X“. Verðmætir málmar notast við „X“ ásamt efnatákni málmsins; silfur er sem dæmi XAG. ISO 3166 úthlutar aldrei landakóða sem byrja á „X“ og er þess vegna óhætt að nota þann staf fyrir gjaldmiðla sem ekki eru tengdir ákveðnum löndum.

Yfirþjóðlegir gjaldmiðlar, eins og til dæmis Austurkarabískur dalur, Pólýnesískur franki, Vesturafrískur franki og Miðafrískur franki eru yfirleitt einnig úthlutað kóðum sem byrja á „X“. Evran er undantekning á þessu og notast við kóðann EUR, þó að EU sé ekki ISO 3166-1 landakóði, var það notað þrátt fyrir það, og því EU bætt inn á ISO 3166-1 hliðarlista til að standa fyrir Evrópusambandið. Undanfari evrunar, Evrópska mynteiningin, hafði kóðann XEU.

Árið 1973 ákvað Tækninefnd ISO Númer 68 að þróa kóða sem framsetningu á gjaldmiðlum og sjóðum sem notaðir væru í verslun, viðskiptum, og bankastarfsemi. Við 17. fund sérfræðinga Evrópsku Efnahagsnefnd Sameinuðuþjóðanna (Febrúar 1978) var ákveðið að þessir þriggja stafa kóðar, sem skilgreindir voru samkvæmt ISO 4217, væru hæfilegir til notkunar í alþjóðlegum viðskiptum.

Með tíð og tíma verða nýjir gjaldmiðlar til og gömlir gjaldmiðlar lagðir niður. Yfirleitt eru þessar breytingar sökum nýrra ríkistjórna (hvort sem er í gegnum stríð eða nýja stjórnarskrá), milliríkjasamninga um nýjan gjaldmiðil, eða gengisbreytingu sökum of mikillar verðbólgu. Sökum þess er kóðalistinn uppfærður öðru hvoru og er Breska Staðlastofnunin ábyrg fyrir að viðhaldi á honum.

Núgildandi kóðar

[breyta | breyta frumkóða]
KóðiGjaldmiðillStaðsetning
AEDArabískt dírhamSameinuðu arabísku furstadæmin
AFNAfganiAfganistan
ALLLekAlbanía
AMDDrammArmenía
ANGHollenskt AntillugylliniHollensku Antillaeyjar
AOAKvansaAngóla
ARSArgentínskur pesiArgentína
AUDÁstralskur dalurÁstralía
AWGArúbönsk flórínaArúba
AZNAserskt manatAserbaísjan
BAMBosnískt markBosnía og Hersegóvína
BBDBarbadoskur dalurBarbados
BDTTakaBangladess
BGNLefBúlgaría
BHDBreinskur denariBarein
BIFBúrúndískur frankiBúrúndí
BMDBermúdadalurBermúda
BNDBrúneiskur dalurBrúnei
BOBBólivíaniBólivía
BOVBólivískt Mvdol (Fjármunakóði)Bólivía
BRLBrasilískt ríalBrasilía
BSDBahamskur dalurBahamaeyjar
BTNNgultrumBútan
BWPPúlaBotsvana
BYRHvítrússnesk rúblaHvíta-Rússland
BZDBelískur dalurBelís
CADKanadískur dalurKanada
CDFKongóskur frankiKongó
CHFSvissneskur frankiSviss
CLFUnidades de formento (Fjármunakóði)Chile
CLPSíleskur pesiChile
CNYJúanKína
COPKólumbískur pesiKólumbía
COUUnidad de Valor RealKólumbía
CRCKostarískt kólonKosta Ríka
CUPKúbverskur pesiKúba
CVEGrænhöfðeyskur skútiGrænhöfðaeyjar
CZKTékknesk krónaTékkland
DJFDjíbútískur frankiDjíbútí
DKKDönsk krónaDanmörk og Færeyjar
DOPDóminískur pesiDóminíska lýðveldið
DZDAlsírskur denariAlsír
EGPEgypskt pundEgyptaland
ERNNakfaErítrea
ETBEþíópískt birrEþíópía
EUREvraAndorra, Austurríki, Belgía, Finnland, Frakkland, Franska Gvæjana, Frönsku suðlægu landsvæðin, Grikkland, Guadeloupe, Holland, Króatía, Írland, Ítalía, Lettland, Lúxemborg, Malta, Martiník, Mayotte, Mónakó, Páfagarður, Portúgal, Réunion, Sankti Pierre og Miquelon, San Marínó, Slóvenía, Slóvakía, Spánn, Svartfjallaland, Þýskaland
FJDFídjeyskur dalurFídjieyjar
FKPFalklenskt pundFalklandseyjar
GBPSterlingspundStóra Bretland
GELLariGeorgía
GHSSediGana
GIPGíbraltarspundGíbraltar
GMDDalasiGambía
GNFGíneufrankiGínea
GTQKvesalGvatemala
GYDGvæjanskur dalurGvæjana
HKDHong Kong dalurHong Kong
HNLLempíraHondúras
HTGHaítískur gúrdiHaítí
HUFFórintaUngverjaland
IDRIndónesísk rúpíaIndónesía
ILSSikillÍsrael
INRIndversk rúpíaBútan, Indland
IQDÍraskur denariÍrak
IRRÍranskt ríalÍran
ISKÍslensk krónaÍsland
JMDJamaískur dalurJamaíka
JODJórdanskur denariJórdanía
JPYJenJapan
KESKenískur skildingurKenía
KGSSomKirgistan
KHRKambódískt ríalKambódía
KMFKómoreyskur frankiKómoreyjar
KPWNorðurkóreskt vonnNorður-Kórea
KRWSuðurkóreskt vonnSuður-Kórea
KWDKúveitskur denariKúveit
KYDCaymaneyskur dalurCaymaneyjar
KZTTengiKasakstan
LAKKipLaos
LBPLíbanskt pundLíbanon
LKRSrílönsk rúpíaSrí Lanka
LRDLíberskur dalurLíbería
LSLLotiLesótó
LTLLitáenskt lítLitáen
LYDLíbískur denariLíbía
MADMarokkóskt dírhamMarokkó, Vestur-Sahara
MDLMoldavískt leiMoldóva
MGAMalagasy AriaryMadagaskar
MKDMakedónískur denariNorður-Makedónía
MMKKíatMjanmar
MNTTúríkurMongólía
MOPPatakaMakaó
MROÚgíaMáritanía
MURMáritísk rúpíaMáritíus
MVRMaldíveysk rúpíaMaldíveyjar
MWKMalavísk kvakaMalaví
MXNMexikóskur pesiMexíkó
MXVMexíkóskt Unidad de Inversion (Fjármunakóði)Mexíkó
MYRRingitMalasía
MZNMetikalMósambík
NADNamibískur dalurNamibía
NGNNæraNígería
NIOKordóvaNíkaragva
NOKNorsk krónaNoregur
NPRNepölsk rúpíaNepal
NZDNýsjálenskur dalurCooks-eyjar, Nýja-Sjáland, Niue, Pitcairn, Tókelá
OMRÓmanskt ríalÓman
PABBalbóiPanama
PENSólPerú
PGKKínaPapúa Nýja-Gínea
PHPFilippeyskur pesiFilippseyjar
PKRPakistönsk rúpíaPakistan
PLNSlotPólland
PYGGvaraníParagvæ
QARKatarskt ríalKatar
RONRúmenskt leiRúmenía
RSDSerbískur denariSerbía
RUBRússnesk rúblaRússland
RWFRúandskur frankiRúanda
SARSádíarabískt ríalSádí-Arabía
SBDSalómoneyskur dalurSalómonseyjar
SCRSeychelleseyjarúpíaSeychelleseyjar
SDPSúdanskt pundSúdan
SEKSænsk krónaSvíþjóð
SGDSingapúrskur dalurSingapúr
SHPHelenskt pundSankti Helena
SLLLjónaSíerra Leóne
SOSSómalískur skildingurSómalía
SRDSúrínamskur dalurSúrínam
SSPSydsúdanskt pundSydsúdan
STDDóbraSaó Tóme og Prinsípe
SYPSýrlenskt pundSýrland
SZLLílangeniSvasíland
THBBatTaíland
TJSSómóniTadsjikistan
TMMTúrkmenistískt manatTúrkmenistan
TNDTúniskur denariTúnis
TOPPangaTonga
TRYTyrknesk líraTyrkland
TTDTrínidad og Tóbagó dalurTrínidad og Tóbagó
TWDTaívanskur dalurTaívan
TZSTansanískur skildingurTansanía
UAHÚkraínsk hrinjaÚkraína
UGXÚgandskur skildingurÚganda
USDBandarískur dalurAustur-Tímor, Bandaríkin, Bandaríska Samóa, Bresku Indlandshafseyjar, Ekvador, El Salvador, Gvam, Haítí, Jómfrúaeyjar, Marshall-eyjar, Míkrónesía, Norður-Maríanaeyjar, Palá, Panama, Turks- og Caicoseyjar, Vestur-Samóa
UYUÚrúgvæskur pesiÚrúgvæ
UZSÚsbekistískt súmÚsbekistan
VESBólívariVenesúela
VNDDongVíetnam
VUVVatúVanúatú
WSTTalaSamóa
XAFMiðafrískur frankiGabon, Kamerún, Kongó, Mið-Afríkulýðveldið, Miðbaugs-Gínea, Tsjad
XAGSilfurEin troyesúnsa
XAUGullEin troyesúnsa
XBAEvrópsk samsett eining (EURCO)Skuldabréfamarkaðseining
XBBEvrópsk gjaldmiðilseining (EMU-6)Skuldabréfamarkaðseining
XBCEvrópsk reikningseining 9 (EUA-9)Skuldabréfamarkaðseining
XBDEvrópsk reikningseining 17 (EUA-17)Skuldabréfamarkaðseining
XCDAusturkarabískur dalurAngvilla, Antígva og Barbúda, Dóminíka, Grenada, Montserrat, Sankti Kristófer og Nevis, Sankti Lúsía, Sankti Vinsent og Grenadíneyjar
XDRSérstök dráttarréttindiAlþjóðagjaldeyrissjóðurinn
XFOGullfrankiSérstakur greiðslugjaldmiðill
XFUFranki Alþjóðasamtaka járnbrautarlestaSérstakur greiðslugjaldmiðill
XOFVesturafrískur frankiBenín, Búrkína Fasó, Fílabeinsströndin, Gínea-Bissá, Malí, Níger, Senegal, Tógó
XPDPalladínEin troyesúnsa
XPFPólýnesískur frankiFranska Pólýnesía, Nýja-Kaledónía, Wallis- og Fútúnaeyjar
XPTPlatínaEin troyesúnsa
XTSFrátekinn prufukóði
XXXEnginn gjaldmiðill
YERJemenskt ríalJemen
ZARSuðurafrískt randLesótó, Namibía, Suður-Afríka
ZMWSambísk kvakaSambía
ZWLSimbabveskur dalurSimbabve