Bandaríska Samóa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
American Samoa
Fáni Bandarísku Samóa Skjaldarmerki Bandarísku Samóa
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Samoa, Muamua Le Atua
Þjóðsöngur:
Amerika Samoa
Staðsetning Bandarísku Samóa
Höfuðborg Pagó Pagó
Opinbert tungumál samóska og enska
Stjórnarfar Lýðveldi

Þjóðhöfðingi
Landstjóri
Donald Trump
Lolo Letalu Matalasi Moliga
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
212. sæti
199 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2010)
 - Þéttleiki byggðar
208. sæti
55.519
279/km²
VLF (KMJ) áætl. 2007
 - Samtals 0,537 millj. dala (*. sæti)
 - Á mann 8.000 dalir (*. sæti)
Gjaldmiðill Bandaríkjadalur
Tímabelti UTC-11
Þjóðarlén .as
Landsnúmer 1 684

Bandaríska Samóa (samóska Amerika Sāmoa, enska American Samoa) er bandarískt yfirráðasvæði í Suður-Kyrrahafi suðaustan við ríkið Samóa. Eyjunum var skipt með samningi milli Þýskalands og Bandaríkjanna árið 1899.

Bandaríska Samóa eru fimm eyjar og tvö kóralhringrif. Stærsta og fjölmennasta eyjan er Tutuila. Bandaríska Samóa er sá hluti Samóaeyja sem er vestan við Cooks-eyjar, norðan við Tonga og um 500 km sunnan við Tókelá. Í vestur eru Wallis- og Fútúnaeyjar. Bandaríska Samóa er syðsta yfirráðasvæði Bandaríkjanna og, ásamt Jarvis-eyju, annað tveggja sunnan miðbaugs. Helstu útflutningsafurðir eyjanna eru túnfiskur og helsta viðskiptaland þeirra er Bandaríkin.

Samóaeyjar hafa verið byggðar Pólýnesum frá því um 850 e.Kr. Franski landkönnuðurinn Louis-Antoine de Bougainville kom til eyjanna árið 1768 og nefndi þær Stýrimannseyjar. Á 19. öld hófu Evrópumenn trúboð á eyjunum. Í mars 1889 hófst Samóadeilan þegar Þjóðverjar gerðu innrás. Þrjú bandarísk herskip voru send til hafnarinnar í Apia til að ráðast á þrjú þýsk herskip sem þar voru. Áður en til átaka kom sökkti fellibylur öllum skipunum sem leiddi til vopnahlés. Deilan var leyst árið 1899 með þríhliða samningi milli Þjóðverja, Bandaríkjamanna og Breta sem kvað á um skiptingu eyjanna í tvennt. Bandaríkin fengu eystri hlutann. Bandaríkjamenn lögðu svo eyjarnar undir sig á næstu árum með því að neyða höfðingja eyjanna til að undirrita skjöl sem afhentu þeim yfirráð yfir landinu. Bandaríski sjóherinn fór með stjórn eyjanna. Árið 1956 tók svæðiskjörinn landstjóri við af þeim sem bandaríski sjóherinn hafði skipað. Jarðskjálftinn við Samóa 2009 olli miklu tjóni og tugir manna létust.


  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.