Nepölsk rúpía
Útlit
Nepölsk rúpía (nepalska: रूपैयाँ, tákn: रू, Rs.; kóði: NPR) er opinber gjaldmiðill í Nepal. Ein rúpía skiptist í 100 paisa. Seðlabanki Nepals gefur gjaldmiðilinn út. Rúpían var tekin upp árið 1932 þegar moharinn var lagður niður.
Allt til 1994 var nepalska rúpían fest við indverska rúpíu á genginu 1,45 á móti 1. Frá 1994 hefur gengið verið 1,60 á móti 1.