Súrínam

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hnit: 04°18′00″N 56°00′00″V / 4.30000°N 56.00000°A / 4.30000; 56.00000

Republiek Suriname
Fáni Súrínam Skjaldarmerki Súrínam
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Justitia - Pietas - Fides
(latína: Réttlæti - Trúrækni - Tryggð)
Þjóðsöngur:
God zij met ons Suriname
Staðsetning Súrínam
Höfuðborg Paramaríbó
Opinbert tungumál Hollenska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Desi Bouterse
Sjálfstæði
 - frá Hollandi 25. nóvember 1975 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
92. sæti
163.821 km²
1,1
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
167. sæti
566.846
2,9/km²
VLF (KMJ) áætl. 2011
 - Samtals 5,060 millj. dala (152. sæti)
 - Á mann 12.398 dalir (78. sæti)
Gjaldmiðill súrínamskur dalur
Tímabelti UTC -3
Þjóðarlén .sr
Landsnúmer 597

Súrínam er sjálfstætt fullvalda ríki á norðausturströnd Suður-Ameríku. Súrínam á landamæri að Gvæjana í vestri, Frönsku Gvæjana í austri og Brasilíu í suðri. Í norðri liggur landið að Atlantshafi. Hollendingar lögðu landið undir sig árið 1667 og stofnuðu þar nýlenduna Hollensku Gvæjana. Landið varð eitt af löndum Konungsríkisins Hollands árið 1954 og hlaut fullt sjálfstæði 25. nóvember 1975. Opinbert tungumál Súrínam er hollenska, en 30% þjóðarinnar talar sranang, sem er blendingsmál sem byggist á ensku.

Súrínam er minnsta fullvalda ríki Suður-Ameríku. Íbúar eru rúmlega hálf milljón og búa flestir á norðurströnd landsins þar sem höfuðborgin Paramaríbó er. Helsta útflutningsvara landsins er báxít. Um 80% landsins eru þakin regnskógi.

Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]

Súrínam skiptist í tíu umdæmi:

Að auki skiptist landið í 62 byggðir (ressorten).

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.