Gambía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Republic of The Gambia
Fáni Gambíu Skjaldarmerki Gambíu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Progress, Peace, Prosperity
(enska: Framþróun, Friður, Farsæld)
Þjóðsöngur:
For The Gambia Our Homeland
Staðsetning Gambíu
Höfuðborg Banjul
Opinbert tungumál enska, mandinka, wolof, fulamál, jola, serer
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Adama Barrow
Sjálfstæði
 - frá Bretlandi 18. febrúar 1965 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
164. sæti
11.295 km²
11,5
Mannfjöldi
 - Samtals (Maí 2013)
 - Þéttleiki byggðar
149. sæti
1.713.267
152/km²
VLF (KMJ) áætl. 2012
 - Samtals 3,403 millj. dala (161. sæti)
 - Á mann 1.864 dalir (157. sæti)
Gjaldmiðill Dalasi
Tímabelti UTC
Þjóðarlén .gm
Landsnúmer +220

Gambía er land í Vestur-Afríku. Landið liggur að Atlantshafi í vestri en er annars umlukið Senegal úr öðrum áttum. Gambía er minnsta landið á meginlandi Afríku. Það nær aðeins yfir bakka Gambíufljóts og er ekki nema 48,2 km á breidd þar sem það er breiðast. Höfuðborgin er Banjul en stærstu borgirnar eru Serekunda og Brikama.

Gambía var upphaflega portúgölsk nýlenda en Bretar hófu verslun þar snemma á 17. öld. Bretar lögðu síðan landið undir sig, ásamt Senegal, í Sjö ára stríðinu. Árið 1783 var Senegal skilað til Frakka en Bretar héldu yfirráðum yfir Gambíufljóti. Gambía varð sjálfstæð nýlenda árið 1888. Landið fékk heimastjórn árið 1962 og fullt sjálfstæði árið 1965 og varð hluti af Breska samveldinu.

Frá sjálfstæði hefur Gambía aðeins haft þrjá forseta. Dawda Kairaba Jawara varð forsætisráðherra 1962 og síðan forseti þegar landið varð lýðveldi 1970. Hann stóðst valdaránstilraun 1981 með aðstoð senegalska hersins. Árið 1994 var honum svo steypt af stóli af herforingjaráði og Yahya Jammeh ofursti komst til valda. Hann náði kjöri í fyrstu kosningunum sem haldnar voru eftir valdaránið árið 1997. Árið 2013 sagði landið sig úr Breska samveldinu. Núverandi forseti, Adama Barrow, er fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins. Hann hefur hafið ferli til að endurheimta stöðu landsins hjá Breska samveldinu.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.